Vörulýsing
Þetta er farðagrunnur og festisprey með þrefalda virkni sem kemur jafnvægi á raka húðarinnar og má nota bæði fyrir og eftir förðun, til að gefa húðinni ljóma og tryggja að förðunin endist lengur og betur. Smashbox Primer Water smýgur tafarlaust inn í húðina, gerir hana mjúka án þess að hún glansi og heldur henni rakri allan daginn. Hentar öllum húðgerðum. Allir Smashbox-farðagrunnar eru vegan og „Cruelty Free“. Prófaður af augnlæknum og húðlæknum og veldur ekki bólumyndun.
Hollráð sérfræðinganna: Yfir sumarið er gott að geyma vöruna í ísskáp og grípa til hennar þegar þú þarft frískandi svala.
Helstu kostir:
Gefur húðinni raka, róar hana og færir henni ljóma
Undirbýr húðina fyrir aðrar förðunarvörur
Gengur strax inn í húðina og veitir langvarandi raka
Gerir húðina mjúka en ekki glansandi
Endurnærandi steinefnablanda gefur raka og orku
Má nota sem festisprey
Hægt að nota til að fríska upp á farðann í dagsins önn
Hentar öllum húðgerðum
Vegan og „Cruelty Free“
Notkunarleiðbeiningar
Spreyjaðu Primer Water á andlitið, úr 8–10 cm fjarlægð.
Vöruna má nota á 3 mismunandi vegu:
1. Notaðu sem farðagrunn til að slétta húðina og gefa henni raka, áður en þú notar annan farða.
2. Úðaðu yfir farðann til að hann haldist lengur.
3. Frískaðu upp á farðann og endurheimtu ljómann í erli dagsins.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.