Vörulýsing
Þetta festipúður er leikandi létt og lengir endingu förðunarinnar, með jafnri og mattri áferð. Púðrið er með innbyggðum „powderizer“ sem skammtar nýmalað púður í nákvæmlega réttu magni hverju sinni. Með einum snúning færðu létt og ferskt púður sem er best að bera á í jöfnu lagi með púðurbursta. Vöruna má nota eina sér sem púður á ófarðaða húð, eða yfir annan farða.
Helstu kostir: Lengir endingu förðunarinnar
Gerir húðina mattari með laufléttri, mattri áferð
Frísklegt púður í hvert skipti
Þú ræður magninu og forðast sóun
Hentar öllum húðgerðum
„Cruelty Free“ Vegan
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.