Botanic EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem þróuð var af færustu vísindamönnum í lífvísindum og líftækni. Formúlan byggir á EGF sem ræktað er í rísplöntum en inniheldur að auki, adenosín, beta-glúkan og snjósvepp. Saman vinna þessi einstöku innihaldsefni saman að alhliða betrumbætingu húðarinnar með því að draga úr fínum línum og hrukkum, auka rakastig og endurheimta náttúrulegan ljóma húðarinnar. Dag eftir dag verður húðin rakafyllt, sléttari og heilbrigðari ásýndar.
Silkikennd áferð Botanic EGF Serum er létt og gengur hratt inn í húðina. Þar sem formúlan er hönnuð fyrir notkun kvölds og morgna þá hentar hún einnig vel undir farða.
Virkni
- Örvar endurnýjun húðfrumna.
- Endurheimtir náttúrulegan ljóma húðarinnar.
- Dregur úr fínum línum og hrukkum.
- Veitir húðinni mikinn raka og viðheldur rakastigi hennar.
- Bætir yfirbragð og áferð húðarinnar.
Botanic EGF Serum inniheldur EGF sem ræktað er í rísplöntum við bestu mögulegu aðstæður sem skilar hreinasta EGF sem völ er á. Þessi frumuvaki örvar vöxt og endurnýjun húðfrumna og þykir eitt besta virka innihaldsefnið fyrir algjöra endurnýjun húðarinnar. Botanic EGF Serum inniheldur einnig adenosín sem dregur úr hrukkum og fínum línum og svo hýalúrónsýru, beta-glúkan og snjósvepp til að veita húðinni hámarks rakagjöf og bætir þannig heildaryfirbragð hennar.
Notkunarleiðbeiningar
Botanic EGF Serum eykur raka og ljóma húðarinnar, örvar endurnýjun og dregur úr ásýnd hrukkna og fínna lína. Það er borið á hreina húð kvölds og morgna en einungis þarf 2-4 dropa í sinn. Einstök áferð formúlunnar er silkimjúk, létt og gengur hratt inn í húðina. Þar sem Botanic EGF Serum er hannað til notkunar kvölds og morgna þá hentar það einnig vel undir farða.
Varist að þvo húðina með hreinsiolíu eða öðrum
hreinsivörum sem innihalda olíu þar sem olía brýtur niður EGF-prótínið.
Innihaldsefni
Botanic EGF Serum inniheldur einungis 10 innihaldsefni og er laust við rotvarnarefni, olíur og litarefni. Þannig er Botanic EGF Serum á meðal hreinustu húðvara sem völ er á og hentar flestum húðgerðum. Virk innihaldsefni á borð við EGF, adenosín, beta-glúkan, snjósvepp og glýserín veita húðinni alhliða betrumbætingu.
EGF:
Skincell ræktar EGF í rísplöntum og framleiðir hreinasta EGF sem völ er á. Hlutverk EGF í húð okkar var uppgötvað fyrir meira en 35 árum síðan og er efnið eitt það mest rannsakaðasta á sviði húðumhirðu. Þessi einstaki frumuvaki finnst náttúrulega í húðinni en með aldrinum fer magn hans minnkandi. EGF í húðvörum örvar endurnýjun húðfrumna og styður þannig við kollagen- og elastínframleiðslu húðarinnar og endurheimtir þykkt hennar og stinnleika.
Adenosín:
Adenosín er mikilvægt efnasamband í líkama okkar sem gegnir nauðsynlegu hlutverki frumuboða. Það hefur græðandi áhrif, vinnur gegn roða og bólgum og hjálpar til við að veita húðinni orku. Adenosín gegnir einnig hlutverki við að örva kollagenframleiðslu húðarinnar og hjálpar henni þannig að varðveita stinnleika og mýkt og dregur að auki úr hrukkum og fínum línum.
Beta-glúkan:
Beta-glúkan er fjölsykra sem er gífurlega rakagefandi og hefur einnig sefandi áhrif á húðina, dregur úr roða og róar viðbragðsmikla húð.
Snjósveppur:
Snjósveppur (La: tremella fuciformis) er ríkur af andoxunarefnum og ver húðina gegn skemmdum af völdum sindurefna. Að auki er hann ríkur af náttúrulegri hýalúrónsýru sem gerir hann að öflugum rakagjafa og styður snjósveppur einnig við framleiðslu á kollageni og elastíni í húðinni.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.