Vörulýsing
Gelkennt og rakagefandi brúnkugel sem veitir húðinni náttúrulegan bronsleitan lit.
Silkimjúk og létt áferð sem dreifist vel um líkaman, veitir jafnan og fallega brúnan lit. SENSAI brúnkukremið er einstaklega rakagefandi og næringarríkt þannig að ekki er nauðsynlegt að nota krem áður enn að það er borið á húðina. Uppbyggjandi innihaldsefni sem veita húðinni aukinn raka og þéttleika ásamt því að vinna á öllum þáttum er varða öldrun húðarinnar. Upplagt er að næra húðina og viðhalda brúnkunni 2 – 3 sinnum í viku.
Notkunarleiðbeiningar
Mikilvægt er að fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar áður en sjálfbrúnkan er borin á til þess að öðlast jafnari og fallegri lit. Þvoið hendur strax eftir að kremið er borið á húðina.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.