Vörulýsing
Tvöfalda hreinsilínan frá SENSAI er tveggja þrepa ferli sem hannað er til að fjarlægja á árangursríkan hátt bæði olíuuppleysanleg óhreinindi, svo sem farða og húðfitu, og vatnsuppleysanleg óhreinindi eins og svita og bakteríur. Þessi milda hreinsiaðferð tryggir að húðin sé vel undirbúin til að taka við jákvæðum eiginleikum annarra húðvara sem á eftir koma og því er öruggt að húðin verður silkimjúk.
Tvöföld rakagjöf nærir húðina og bætir rakabúskap hennar í tveimur þrepum.
Þrep 1: Lotion er rakavatn sem veitir húðfrumunum góðan raka og undirbýr húðina fyrir frekari meðferð.
Þrep 2: Emulsion er silkimjúkt uppbyggjandi rakakrem sem nærir húðina til að hún öðlist frísklegt og fallegt yfirbragð.
Inniheldur:
Cleansing Oil 75ml.
Creamy Soap 75ml.
CP Lotion 60ml.
CP Emulsion 50ml.
Notkunarleiðbeiningar
Notkun:
Tvöföld hreinsun:
Skref 1 í tvöfaldri hreinsun – CLEANSING OIL
Setjið hæfilegt magn af olíu í lófann og dreifið varlega um allt andlitið. Þegar búið er að nudda vel og leysa upp farða og önnur óhreinindi skal skola andlitið með vatni eða strjúka vöruna af með rökum klút. Notið á kvöldin – eða þegar það á að fjarlægja farða af andlitinu.
Skref 2 í tvöfaldri hreinsun – CREAMY SOAP
Freyðið vel upp með vatni og nuddið á húðina. Skolið af með vatni. Notist á kvöldin á eftir þrepi 1 og aftur á morgnana. Forðist að bera á augnlok og augnsvæði. Skolið vandlega af með vatni. Notið á kvöldin þegar búið er að fjarlægja farða og að morgni.
Tvöföld rakagjöf:
Skref 1 í tvöfaldri rakagjöf – LOTION
Hellið vörunni í lófann og berið á hreina húðina, kvölds og morgna. Fyrir venjulega til þurra húð.
Skref 2 í tvöfaldri rakagjöf – EMULSION
Berið kremið á eftir LOTION kvölds og eða morgna. Ekki þarf að bíða eftir að lotion þorni áður en EMULSION er borið á. Mun rakavatnið hjálpa kreminu að fara dýpra í húðina.