Vörulýsing
Næringarríkur kremmaski sem veitir húðinni ríkulega næringu, mýkt og ljóma. 20ml af Lotion II (rakavatn) og Emulsion II (rakakrem) fylgja með.
Uppbyggjandi rakamaski með ferskum ilm sem lyftir andanum. Maskinn er einstaklega nærandi og þéttir áferð húðarinnar. Nota má maskan eins oft og þurfa þykir.
Lotion (rakavatn) veitir húðfrumunum góðan raka og undirbýr hana fyrir frekari meðferð. Emulsion (rakakrem) er silkimjúkt uppbyggjandi rakakrem sem nærir húðina svo hún öðlist frísklegt og fallegt yfirbragð.
Notkunarleiðbeiningar
Berið rakamaskan á hreina húðina og nuddið vel, hreinsið af eftir u.þ.b. 10-15 mínútur. Einnig má sofa með maskann ef húðin þarfnast meiri næringar.
Hellið Lotion II (rakavatni) í lófann og berið á hreina húðina, kvölds og morgna. Fyrir venjulega til þurra húð.
Berið Emulsion II (rakakrem) á eftir Lotion II kvölds og eða morgna. Ekki þarf að bíða eftir að rakavatnið þorni áður en rakakremið er borið á. Mun rakavatnið hjálpa kreminu að fara dýpra í húðina og rakinn því haldast betur. Fyrir venjulega til þurra húð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.