Vörulýsing
Extra Intensive Cream, vinnur gegn þurrki, slappri húð, fínum línum, hrukkum og grárri húð.
Mjúk og munaðarfull formúla úr gæða olíum sem blandast húðinni þannig að hún verður tafarlaust ferskari á að líta. Húðin virðist stinnari og geislar meira, auk þess sem hún öðlast fallega silkiáferð.
SENSAI EXTRA INTENSIVE línan skartar tveimur einstökum innihaldsefnum; Ene-Activate Complex og Bio-Cell hvati sem eru hágæða innihaldsefni með tvöfaldri virkni. Þau auka orkuframleiðslu húðarinnar og bæta endurnýjun hennar þannig að undirliggjandi fegurð kemur fram.
Cleansing Oil (þrep 1.)
Dásamlega mjúk olía sem breiðist yfir húðina eins og fljótandi silki og hreinsar húðina á mildan en öflugan hátt. Hentar öllum húðgerðum. Oft velja þó þeir sem eru með þurra húð Cleansing Oil sem þrep 1.
Creamy Soap (þrep 2.)
Mjúk og þétt hreinsifroða, fyrir venjulega og blandaða húð. Verður að þéttri og silkimjúkri froðu þegar hún þeytist upp og veitir húðinni góðan raka.
Micro Mousse
Loftkennd froða sem inniheldur örsmáar kolsýrðar loftbólur sem eru minni en húðholurnar. Þannig kemst silkið og þar með rakinn ofan í neðsta húðlag og veitir ótrúlegan raka sem endist og endist. Fínar línur verða minna sjáanlegri, húðin fíngerðari, þéttari og full af raka.
Notkunarleiðbeiningar
Extra Intensive Cream notist á kvöldin og eða morgnana á eftir rakavatni eða Micro Mousse. Cleansing Oiler notað á kvöldin til að þrífa af farða og mengun. Creamy Soap er notað á eftir þrepi eitt á kvöldin til að klára að hreinsa húðina og aftur að morgni. Það eru bakteríur og sviti á húðinni þegar þú vaknar á morgnana og það er eðlilegt að hreinsa það af áður en haldið er út í nýjan dag.