Hverskonar serum er þetta?
Rakagefandi og þéttandi serum sem veitir húðinni bjartara yfirbragð. Formúlan er hlaðin virkum innihaldsefnum sem vekur upp þreytulegt augnsvæðið, endurlífgar dauft yfirbragð húðarinnar og endurheimtir ljóma.
Vöruyfirlit – útskýring:
Kraftur örstraums í formi serums. FIX Serum er fyrsta Microcurrent Skincare™-serumið með virkum innihaldsefnum sem hjálpa til við að slétta og þétta húðina auk þess að gera yfirbragð hennar bjartara. Einungis einn dropi af þessu orkugefandi serumi færir húðinni nauðsynlegan raka og vekur upp þreytt augu, endurlífgar dauft yfirbragð húðarinnar og endurheimtir ljóma – jafnvel án farða!
Svona virkar það:
FIX Serum er jónuð formúla sem er hlaðin virkum innihaldsefnum og auðguð Pūre Energy™-blöndunni okkar. Serumið endurhleður húðina með orkuskotum á meðan háþróað „Smart Peptide System“ vinnur gegn ásýnd tjáningarlína til að framkalla sléttari og unglegri húð.
-Án ilmefna
-Án parabena
-Án súlfata
-Samþykkt af Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA)
Hvernig skal nota serumið?
Þegar þú notar FIX Serum eitt og sér skaltu bera perlustærð af formúlunni í kringum augun, varir og enni með kælandi ásetjaranum og þrýsta henni létt inn í húðina. Notaðu serumið á hreina húð eða yfir farða, hvenær sem húðin þarf á hressingu að halda. Þegar þú notar serumið til að undirbúa húðina fyrir FIX-tækið skaltu bera það á tiltekið meðferðarsvæði í svipuðu magni og andlitsmaska, svo tækið renni fyrirhafnarlaust yfir húðina.
Virk formúla
PŪRE ENERGY™-BLANDA
Einkaleyfisvarin samsetning með gimsteini auðguðum magnesíum, snjósveppa-þykkni ásamt hýalurónsýru til að endurhlaða húðina með örstraumsorku samhliða rakagjöf.
SMART PEPTIDE SYSTEM
Hámarkar virknina með því að einblína á og vinna gegn ásýnd tjáningarlína og hjálpar við að slétta áferð húðarinnar.
JÓNUÐ FORMÚLA
Skilar húðbætandi ávinningi á hverju stigi með því að vinna með náttúrulegri hleðslu húðar þinnar. Þannig endurheimtir húðin stinnleika sinn og mýkt.
Helstu innihaldsefni:
Hýalúrónsýra –Gerir húðina þrýstnari og rakameiri til að bæta sjáanlega ásýnd fínna lína og hrukkna.
Snjósveppa-þykkni – Gerir yfirbragð húðarinnar bjartara á náttúrulegan máta, dregur úr ásýnd dökkra bletta og skapar jafnari húðtón.
Gimsteinn auðgaður magnesíum –Veitir alhliða húðbætandi áhrif og eykur endurnýjun húðfruma svo húðin verður unglegri ásýndar.
Inniheldur ekki: Ilmefni, Paraben, súlföt, alkóhól, olíur, gervi-litarefni né glúten.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.