Vörulýsing
Þessi rakagefandi og kremaði leirmaski notar salisýlsýru og kaolínleir til að hreinsa stíflaðar svitaholur. Plöntur á borð við aloe vera, wasabi og nornahesli bæta ásýnd þeirra bóla sem þegar eru á húðinni og fyrirbyggja framkomu nýrra. Að lokum hjálpar avókadóolía við að læsa raka í húðinni, sem nauðsynlegt er fyrir bólótta húð.
Mild en áhrifarík vikuleg meðferð fyrir þau sem vilja hreinni húð.
Hvernig virkar varan?
- Salisýlsýra: Sýra sem fjarlægir dauðar húðfrumur og vinnur við að losa stíflur í svitaholum.
- Wasabi: Andoxunarefni með örverueyðandi eiginleikum til að róa húðina og laga bólur sem þegar eru á húðinni.
- Nornahesli: Planta sem þekkt er fyrir sefandi eiginleika sína.
- Avókadóolía: Frábær rakagjafi til að næra og róa húðina.
- Aloe vera: Græðir, róar og bætir áferð húðarinnar.
Notkunarleiðbeiningar
Skref 2 í rútínunni, berið eftir hreinsun. Til notkunar einu sinni í viku að kvöldi.
HVERNIG? Berið á þurra húð eftir hreinsun í ríkulegu magni yfir allt andlitið (eða á sérstökum svæðum þar sem bólur eru). Látið vera á húðinni í 10-15 mínútur og þvoið af með volgu vatni.
ÁBENDINGAR: Ekki bara fyrir unglinga. Teen Skin Fix er frábær vörulína fyrir viðkvæma húð á öllum aldri en þessar formúlur fjarlægja dauðar húðfrumur á mildan hátt og hafa stjórn á húðfitu án ertingar.
Fylgið eftir með sólarvörn á morgnana. Við mælum með Purify SPF 30 sem lokaskref í rútínu þinni. Þessi sólarvörn var sérstaklega hönnuð fyrir olíukennda húð sem gjörn er að fá bólur og stíflar ekki svitaholur.