Vörulýsing
Margverðlaunaðir og klínískt vottaðir örnála plástrar sem vinna á bólum, líka þeim sem liggja djúpt undir yfirborðinu. Flawless örnálaplástrarnir frá Luna Microcare eru öflug lausn sem hjálpar þér að vinna bug á bólum með því að koma virkum efnum djúpt inn í húðina á rétt svæði.
Tveir klukkutímar er allt sem þarf fyrir plástrana til að hefja vinnu sína en við mælum með að hafa þá yfir nótt. Plástrarnir innihalda áhrifaríka blöndu efna sem ráðast á fílapensla, bólur og þrymlabólur (e. cystic acne).
Hver kassi af Flawless inniheldur 8 örnála plástra og 16 hreinsiskífur sem skrúbba og róa húðina til að hámarka árangurinn.
Niðurstöður klínískra og notendaprófana:
83% bólgurýrnun
65% minnkun á roða
37% minnkun á olíuframleiðslu
98% voru sammála um að húðin væri róaðri
Helstu innihaldsefni
- Salicilic Acid: Öflug, en samt róandi, beta-hýdroxýsýra. Minnkar roða og vinnur gegn bakteríum.
- Hyaluronic Acid: Náttúrulegt fjölsykruefni sem finnst í húðinni, binst vatnssameindum og tryggir þannig frísklegt og ljómandi yfirbragð. Hýalúrónsýra er frábær í að binda raka í húðinni sem gerir það að verkum að húðin verður rakamettaðri og endurnærð.
- Vitamin A, C og E
Í plástrinum:
- A Vítamin: Hraðar endurnýjun húðfrumna, hindrar stíflur í svitaholum og minnkar bólur.
- C Vítamín: Minnkar bólgu, örvar ónæmissvar húðarinnar og hjálpar til við að minnka litabreytingar sem bólan skilur eftir sig.
Í hreinsiskífunni:
- E Vítamín: Minnkar bólgu, örvar gróanda og róar húðina
- Lupeol: Verndar kollagen og elastín frá því að verða fyrir skaða. Lupeol hjálpar til við að endurnýja ysta lag húðarinnar og örvar framleiðslu elastíns og kollagens.
- Tea Tree oil: Hjálpar við að minnka bólgu og örvar virkni hvítra blóðfrumna sem spila lykilhlutverk í gróanda ferlinu.
- Bakuchiol: Hindrar vöxt baktería og bólguferla. Örvar endurnýjun húðfrumna sem hjálpar til við að róa og lækna húðina.
- Oligopeptide 10 & Oligopeptide 76: Binst yfirborði bakteríu og hindrar þær í að setjast að og lifa á húðinni. Styrkir náttúrulegt varnarkerfi húðarinnar sem gerir það að verkum að roði, blettir og bólgur verða minni um sig.
- Acetyl Dipeptide-3 Aminohexanoate: Styrkir náttúrulegt varnarkerfi húðarinnar og bætir heildarútlit húðarinnar.
Um Vörumerkið
Luna Microcare er ungt vörumerki sem framleiðir afkastamiklar húðvörur með sérstakri einkaleyfisvarðri tækni þar sem agnarsmáar örnálar, fylltar með virkum efnum, eru settar á yfirborð húðarinnar í formi plástra. Vörurnar eru innblásnar af 20 ára rannsóknum og nýsköpun og formúlurnar vísindalega sannreyndar fyrir árangur sem þú getur bæði séð og fundið.
26 verðlaun á 2 árum: Luna MicroCare, þótt ungt að árum hefur hlotið fjölda verðlauna á þeim stutta tíma sem vörur þess hafa verið á markaði. Það er þó ekki að undra því Luna Microcare leggur allan sinn metnað sinn í að bjóða upp á hágæða líftæknihúðvörur sem skila raunverulegum árangri.
Notkunarleiðbeiningar
Hreinsaðu svæðið með hreinsiskífunni sem fylgir og láttu þorna í 30 sekúndur.
Fjarlægðu límbrúnirnar og settu örnálaplásturinn á svæðið.
Þrýstu plástrinum varlega á húðina og láttu hann liggja á yfir nótt.
Fjarlægðu plásturinn morguninn eftir og haltu áfram með venjulegu morgunrútínuna þína.
Notaðu Flawless bóluplástrana eftir þörfum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.