Vörumerki
Detox & Repair Care & Protect Spray er hita- og næringarsprey sem veitir hárinu vörn gegn skemmandi áhrifum hitamótunartækja og annarra áhrifa frá umhverfinu sem geta valdið sliti og brotnum endum. Spreyið gefur hárinu einnig raka og næringu og auðveldar þér að eiga við flóka.
Grænt te og avocado eru lykilinnihaldsefni í Detox & Repair línunni en saman hafa þau hreinsandi, afeitrandi og nærandi áhrif á hárið. Spreyið veitir þér vörn gegn áhrifum hitamótunartækja og veðrabreytinga ásamt því að gefa hárinu auka næringu út í daginn. Hentar öllum gerðum hárs.
Vörumerki
Fyrir bestan árangur skaltu þvo hárið með Detox & Repair Shampoo og Conditioner fyrst. Úðaðu spreyinu vandlega yfir rakt hárið og mótaðu hárið eins og venjulega.