Vinsamlega lesið allan textann.
Við kynnum með stolti nýjasta Beautyboxið okkar HYPE Beautyboxið. HYPE Beautyboxið fer í sölu í netverslun Beautybox klukkan 20:00 í kvöld þann 29.05.2023.
Vörurnar í Hype Beautyboxinu eiga það sameiginlegt að rjúka úr hillunum, vera vinsælar á samfélagsmiðlum og hafa ákveðin X-factor sem vekur athygli. Í Hype Beautyboxinu leynast 6 vörur, þrjár í fullri stærð og þrjár lúxusprufur og er boxið að andvirði 14.815 kr.
Vörurnar í Hype Beauytboxinu eru skemmtilegar, spennandi og hver annarri betri. Í boxinu leynast tvær förðunarvörur, ein húðvara, ein líkamsvara, ein hárvara og einn aukahlutur.
Að vana er boxið í takmörkuðu magni, og þegar það er uppselt þá kemur það því miður ekki aftur.
Ef þú setur boxið í körfuna þína þá er það frátekið í 90 mínútur á meðan þú klárar að skoða í netversluninni. Ef einhver klárar ekki kaupin innan 90 mínútna þá fer boxið aftur í sölu.
Vinsamlega athugið að hægt verður að sækja boxið strax miðvikudaginn 31.05.2023 og fara sendar pantanir frá okkur á miðvikudaginn líka. Ef þú pantar fleiri vörur með boxinu þá fer öll sendingin saman um leið og boxið kemur út.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.