Lífrænn líkamsnuddhanski úr loofaplöntu sem stuðla að heilbrigðri og geislandi húð. Lífræn loofa kemur af Luffa plöntunni undir egypsku sólinni þar sem náttúra landsins framleiðir besta loofah sem völ er á. Aðeins egypska loofaaplantan býr yfir þykkum, lausum og sveigjanlegum náttúrulegum “vefnaði”. Trefjarnar eru þannig að þær þenjast út þegar looafað blotnar. Mælt með af öllum helstu sérfræðingum fyrir náttúrulega og árangursríkt skrúbb. Djúphreinsar, fjarlægir dauðar húðfrumur og hjálpar til við að örva sogæðakerfið.
Sérlega mjúka, óblekta bómullarröndin er fullkomin fyrir daglega og notalega hreinsun. Vegan | 100% lífræn Loofa | Óbleikt bómull Eftir notkun skal skola vandlega með köldu vatni og láta þorna náttúrulega fjarri rökum svæðum. Þökk sé náttúrulegum opnum trefjum Lúffa plöntunnar þá þornar hún fljótt sem kemur í veg fyrir að bakteríur myndist.
Hydréa London er leiðandi í baðdekri og býður allt það fíngerða sem húðin í raun þarfnast.
Þetta er línan sem margar af helstu heilsulindum heims kjósa að eiga viðskipti við.
Um Hydrea
Hydréa London er fremst í hönnun náttúrlegra og framúrskarandi vandaðra húðbursta og annarra húðdekurvara, auk þess sem náttúrlegir svampar eru stór hluti af þessari fallegu baðdekurlínu. Óviðjafnanleg gæði og mikið úrval, ásamt djúpri umhverfisvitund og ábyrgum innkaupum hefur skapað Hydréa London einstaka stöðu heilsumarkaðnum.
Í samvinnu við The Natural Sea Sponge Company sem bjó til Hydréa London á 10 áratugnum, hefur tekist að hanna framúrskarandi góða og fjölbreytta spa / húðumhirðulínu með sérstakri ástríðu fyrir smáatriðum til að tryggja hámarks árangur. Hér skipta nefnilega smáatriðin öllu máli og vöruþróun er hvergi sambærileg og hjá Hydréa London. Línan spannar allt frá mismunandi stórum og hörðum eða mjúkum húðburstum til fíngerðra augnsvampa og frá nuddhönskum til fótaþjala úr viði og vikri. Hárin í húðburstunum eru náttúrleg, svamparnir úr sjálfbærri uppsprettu, viðurinn FSC vottaður og hanskarnir jafnan úr bambus eða öðrum náttúrlegum efnum sem öll eru umhverfisvæn. Enda löngu tímabært að hanna aðeins það besta fyrir stærsta líffæri mannsins, húðina. Hydréa London hlaut á þessu ári “Good Brand Award” fyrir umhverfisvitund og sjálfbærni af hinu virta tímariti Sublime. Meðal þeirra sem njóta þess að bjóða upp Hydréa London eru Planet Organic, Liberty og Harrods og mörg af helstu heilsuhótelum hótelum heims.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjið á fótum og burstið að hjarta.
2. Strjúkið fyrst með löngum strokum og þrýstið mátulega á húðina.
3. Notið litlar hringlaga hreyfingar á maga, bringu og axlir.
4. Strjúkið alltaf varlega. Ekki skrúbba húðina.
5. Skolið líkamann með líkamsheitu vatni.
Ps. Ekki nota á sára eða hruflaða húð. Umhirða bursta:
Hristið / bankið bursta létt til að losa dauðar húðfrumur: Handþvoið hárin með heitu sápuvatni. Látið þorna á þurrum stað, alltaf með hárin niður á þurt yfirborð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.