Vörulýsing
Kaffiskrúbbur með piparmyntu keim. Skrúbburinn er fullkominn til þess að nota eftir æfingar, en hann gefur þreyttum vöðvum góða slökun og mýkir húðina í leiðinni.
Skrúbburinn er náttúrulegur og vegan, gefur húðinni fallegan ljóma, er ótrúlega góður fyrir þurra húð og útbrot þar sem hann inniheldur endurnærandi piparmyntuolíu, fituríka olífuolíu og róandi aloe vera.
Notaðu skrúbbinn eftir hreyfingu. Piparmyntuskrúbburinn vinnur vel á örum, appelsínuhúð, húðslitum og þurri húð.
Ath. Inniheldur hnetur
Ekkert paraben, pegs eða phthalates (þalöt)
Ilmur: Fersk mynta
Helstu innihaldsefni
RISTAÐ KAFFI
Ristaða kaffið gefur góðan skrúbb eiginleika sem nærir húðina þína og gerir hana mýkri og sléttari.
PIPARMYNTUOLÍA
Upplífgandi olía sem nærir og vekur húðina þína aftur til lífsins.
ÓLÍFUOLÍA
Rík af fitusýrum og vítamínum til að gefa húðinni raka, græðir ör og stuðlar að heilbrigðum ljóma.
ALOE VERA
Þessi róandi og nærandi planta dregur úr roða, ertingu og berst gegn bakteríum.
Notkunarleiðbeiningar
Skref 1
Afklæddu þig og skelltu þér í sturtu. Þú þarft ekki föt fyrir næstu skref
Skref 2
Þegar húðin er orðin rök skaltu þekja líkamann með kaffiskrúbbnum. Skrúbbaðu með hringlaga hreyfingum í nokkrar
mínútur, frá toppi til táar.
Skref 3
Einbeittu þér að þeim svæðum sem þú vilt leggja áherslu á með því að verja lengri tíma á þeim svæðum, t.d. húðslit, ör eða appelsínuhúð
Skref 4
Skolaðu skrúbbinn af líkamanum en mundu að þú ert alltaf falleg, sama hvað.
Hentar öllum húðgerðum
Notist 2-3 í viku
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.