Ný leið til að ögra þyngdaraflinu. Þessi skjótvirka blanda bætir ásýnd húðarinnar svo eftir er tekið á ýmsum andlitssvæðum – meðfram kjálkunum, á kinnunum, á augnsvæðinu og vinnur jafnvel á þrjóskum broshrukkum.
Húðin fær samstundis náttúrulegra, stinnara og unglegra yfirbragð. Eftir aðeins 3 daga notkun verður húðin silkimjúk og stinnari.
Mildar AHA-sýrur bæta áferð húðarinnar. Á aðeins 2 vikum má sjá sýnilega lyftingu í húðinni, hún verður stinnari og útlínur kjálka og kinnbeina verða skarpari og mótaðri.
Dregur verulega úr hrukkum og fínum línum. Blandan inniheldur hið öfluga asetýl hexapeptíð-8, sem er sérhannað endurnýjandi peptíð, svo blandan gengur hratt inn í húðina. Ýtir undir náttúrulega framleiðslu kollagens og elastíns sem styrkja húðina.
Innblásið af fagfólki.
Nýja vopnið í baráttunni við þyngdaraflið. Þessi hraðvirka blanda kallar fram sýnilegar breytingar með náttúrulegu, léttara og unglegra útliti. Húðin þín verður geislandi, rök og endurnærð. Þér finnst húðin verða slétt, þétt og unaðslega mjúk. Mildar alfa-hýdroxíðsýrur (AHA) gera byggingu húðarinnar vandaðri.
Prófað af húðsjúkdómalæknum. Ekki bólumyndandi. Stíflar ekki svitaholurnar.
Notkunarleiðbeiningar
Taktu lokið af og settu tvo skammta af serumi á hreina húð, áður en þú berð á þig rakakremið þitt, bæði kvölds og morgna. Notaðu sólarvörn og takmarkaðu útsetningu við sólarljós á meðan þú ert að nota vöruna, og í viku eftir það.
Vissir þú að vörur sem innihalda alfa-hýdroxíðsýrur (AHA), eins og t.d. Perfectionist Pro Rapid Firm + Lift Treatment, geta gert húðina viðkvæmari fyrir sólargeislum. Því er mælt með því að takmarka útsetningu við sólarljós og nota sólarvörn þegar dvalið er utan dyra.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.