Vörulýsing
BLACK SCRUB inniheldur bómullarörtrefja og koladuft sem er frægt í Kóreu fyrir mattandi áhrif sín á húðina. Gelkenndur hreinsimaskinn býr yfir þríþættri virkni þar sem hann hreinsar óhreinindi af húðinni, fjarlægir dauðar húðfrumur og dregur í sig umfram framleiðslu húðarinnar á olíu svo húðin fær mattari áferð. BLACK SCRUB andlitsmaskinn fínpússar áferð húðarinnar og dregur úr gljáa svo húðin verður hreinni, mýkri og ljómandi með matta áferð. Prófað undir eftirliti húðlækna.
Virk innihaldsefni:
- Koladuft (e. Charchoil Powder): Hreinsandi
- 7 jurta seyði (e. 7 herbs complex): Sefandi, rakagefandi, býr yfir andoxunarefnum
- *Tígrisgrasaseyði (e. Centella Asiatica extract)
*Japanssúruseyði (e. Polygonum Cuspidatum extract)
*Scutellaria Baicalensis seyði (e. Scutellaria Baicalensis extract)
*Seyði úr grænu tei (e. Camellia Sinensis (Green Tea) Leaf Extract)
*Lakkrísrótarseyði (e. Glycyrrhiza Glabra extract)
*Kamillublómarseyði (e. Chamomilla Recutitia Flower extract)
*Rósmarínlaufaseyði (e. Rosmary leaf extract)
- *Tígrisgrasaseyði (e. Centella Asiatica extract)
- Náttúrulegur sellúlósi: Dregur í sig umfram olíuframleiðslu húðarinnar
- Arginine: Aðlagar sýrustig
Hverjum hentar varan?
Olíumikil/feit húð. Hentar öllum húðtegundum.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu þunnt lag á þurra húð og láttu liggja á húðinni í 3 mínútur. Nuddaðu andlitið með blautum höndum og hreinsaðu svo með vatni. Notaðu einu sinni eða tvisvar í viku.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.