Vörulýsing
Létt en mjög öflugt serum sem er stútfullt af virkum sjávarensímum sem draga úr sýnileika á fínum línum og hrukkum. Virku sjávarensímin fara djúpt inn í efsta lag húðarinnar og vinna gegn öldrun hennar. Náttúruleg endurnýjun húðarinnar er örvuð og hún vernduð gegn skaðlegum örverum á yfirborðinu, það gerir húðina sléttari, stinnari og gefur henni mjúka, fallega áferð.
Fyrir hvern: Hentar öllum húðtegundum, jafnvel viðkvæmri húð. Ef um mjög viðkvæma húð er að ræða þá er sennilega öruggast eins og með allar húðvörur að prófa fyrst á litlu svæði til að forðast óþægindi.
15ml
Notkunarleiðbeiningar
Notkun
Notist á kvöldin. Setjið aðeins 2-4 dropa í lófann og nuddið varlega á hreina húð á andliti og hálsi með fingurgómum. Sumir nota serumið bæði kvölds og morgna. Við mælum með að nota DrBRAGI Purifying Facial Cleanser til að hreinsa húðina áður en serumið er borið á hreina húð til þess að ná hámarks árangri.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.