Vörulýsing
Rósakremið er sannkölluð stjarna og er miðdepill Dr Hauschka andlitskremanna. Rósin ber með sér styrk og mýkt um leið og hún nærir og verndar venjulega, þurra og viðkvæma húð. Rósin róar húðina og minnkar sjáanlegan roða, pirring og háræðaslit. Þessi ríka formúla af rósaolíu, rósavaxi, sheasmjör,og kjarnseyði úr rósaberjum og avocado, vernda húðina og styðja að endurnýjun hennar. Rósarkremið er fyrir venjulega, þurra og viðkvæma húð. Hentar einnig þroskaðri húð sem er að eldast hratt (fá línur og hrukkur). Er einnig fyrir húð með rauðar eða slitnar/útþandar æðar. Er lífrænt vottað.
Notkunarleiðbeiningar
Notast á morgnana eftir hreinsun (Cleansing Cream) og styrkingu (Facial Toner)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.