Litað andlitskrem ásamt sólarvörn með litaleiðréttandi eiginleikum sem veitir lýtalaust yfirbragð á meðan það verndar húðina frá UVA- og UVB-geislum og sindurefnum. Hjálpar til við að leiðrétta og bæta sólarskemmdir, ójafnan húðtón, fínar línur og hrukkur.
Ef húð þín virðist þreytt og líflaus í leit að ljóma gefur þetta litaða andlitskrem þér samstundis ljómandi og sléttara yfirbragð auk þess að fyrirbyggja öldrunarmerki. Formúlan er laus við kemíska sólarvarnarsíu og veitir húðinni breiðvirka sólarvörn byggða á steinefnum. Formúlan er samsett með okkar eigin Color Correcting Complex sem býr yfir litarefnaaðlagandi-tækni og blandast því vel flestum húðtónum auk þess að draga fram ljóma og leiðrétta misfellur. Okkar einstaki Melatonin Defense Complex minnkar ásýnd litamisfellna, fínna lína og hrukkna með reglulegri notkun. Samstundis virkar húðin lýtalaus og rakameiri – ekki er þörf á frekari farða.
Helstu innihaldsefni:
- Mela-C Defense Complex verndar gegn sindurefnum og hjálpar að fyrirbyggja litamisfellur
- Zinc oxide er sólarvörn úr steinefni sem veitir vörn gegn UVA- og UVB-geislum
- Titanium dioxide er sólarvörn úr steinefni sem veitir vörn gegn UVA- og UVB-geislum
Notkunarleiðbeiningar
Notist daglega að morgni sem lokaskref húðumhirðunnar. Berðu andlitskremið frjálslega yfir andlit og háls. Berðu annað lag á þig fyrir meiri þekju.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.