Meðferð fyrir varir sem ýtir undir raka og vinnur gegn öldrunarmerkjum ásamt því að næra varirnar og leiðrétta skemmdir af völdum umhverfisáhrifa.
Blanda VoluMax-Complex, hýalúrónsýru, sjávarþörunga og andoxunarefna vinnur saman til að slétta línur, endurheimta náttúrulega fyllingu og gera við útlínur varanna fyrir heilbrigðari ásýnd. Þessi mýkjandi formúla bindur raka og veitir þurri húð langvarandi rakagefandi áhrif. Þegar nauðsynleg prótín brotna niður í vörum þínum mun fylling og þéttleiki byrja að minnka. VoluMax Complex örvar framleiðslu þessara nauðsynlegu prótína til að endurvekja fyllingu og mótun varanna. Koffín örvar blóðflæði og endurvekur þannig náttúrulegan lit. Upplifðu fallega ummótaðar varir á einungis nokkrum dögum.
Helstu innihaldsefni:
- VoluMax Complex örvar náttúrulega framleiðslu á GAG fyrir mýkri og stinnari húð.
- Hýalúrónsýra er rakagefandi og heldur 1000x þyngd sinni af vatni. Veitir húðinni raka og gerir hana þrýstnari ásýndar.
- Kollagen amínósýrur af plöntuuppruna stuðla að uppbyggingu peptíða og prótína
Í neytendarannsókn, samstundis eftir notkun:
- 96% voru því sammála að varirnar væru sléttari og grófleiki hefði minnkað.
- 94% voru því sammála að varirnar væru rakameiri og mýkri.
- 88% voru því sammála að varirnar litu heilbrigðari út.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu vöruna eins oft og þú vilt á hreinar varirnar og í kringum útlínur þeirra. Fullkomin formúla til að nota eina og sér á vörunum fyrir satínkennda ásýnd eða undir varalit fyrir slétta og jafna ásetningu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.