Andoxunarríkur andlitsúði sem gegnir þreföldum skyldum til að auka náttúrulegan ljóma húðarinnar.
Endurlífgaðu húðina, fyrir og eftir förðun, með þessum áhrifaríka og hressandi andlitsúða sem veitir húðinni raka og verndar hana í gegnum daginn. Mísellu-tækni sér til þess að úðinn nái í gegnum farða og að húðinni til að veita henni góðan skammt af andoxunarefnum sem hlífa þér frá umhverfismengun og endurlífga streitukennda húð. Með 3-O Ethyl Ascorbic-sýru í forsvari, okkar brautryðjandi form af C-vítamíni, vinnur tæknin með amínósýrum og Energy Complex til að vernda og gera við frumustarfsemina.
Helstu innihaldsefni:
- 3-O Ethyl Ascorbic-sýra er áhrifaríkasta og stöðugasta form C-vítamíns, en það heldur sýrueiginleikum sínum til að ná djúpt niður í húðina og vinnur því á fleiri lögum frumunnar. Þannig má fyrirbyggja framkomu litamisfellna, fínna lína og hrukkna.
- Energy Complex ýtir undir efnaskipti og inniheldur andoxunarvirkni sem verja frumur og auka virkni á kjarnastigi.
- Mísellur eru örlitlir tvílaga dropar sem búa yfir bæði fitu og vatnsleysanlegum andoxunarefnum.
Notkunarleiðbeiningar
Haltu flöskunni um 20-25 sentimetrum frá andlitinu. Spreyjaðu 2-3 sinnum yfir andlitið fyrir húðbætandi áhrif og til að festa farðann betur. Þú getur spreyjað formúlunni yfir andlitið í gegnum daginn eins oft og þú vilt til að hressa húðina við og veita henni raka.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.