Lúxus augnkrem sem dregur úr þrota, minnkar ásýnd bauga og dregur úr fínum línum – allt sem getur versnað undir áhrifum streitu. Örhylt ofurfæða, adaptógen og níasínamíð (B3) gera húðina bjartari, sléttari og veita viðkvæmu augnsvæðinu raka samhliða því að fyrirbyggja streitutengda öldrun. Ofnæmisprófað og stíflar ekki húðina.
Dragðu úr sjáanlegum merkjum streitu í kringum augnsvæðið með þessu öfluga og nærandi augnkremi – knúið af okkar einstaka B3 Adaptive SuperFoods™ Complex og fært húðinni í gegnum tvöfalda örhylkjun. Formúlan styrkir verndarlag húðarinnar auk þess að slétta úr fínum línum og þurrki. Þannig hlýst endurnýjuð, þéttari og unglegri ásýnd.
Helstu innihaldsefni:
- Níasínamíð (B3): Nauðsynlegt heilsu líkamans en níasínamíð (B3-vítamín) bætir varnarlag húðarinnar svo hún haldi raka, gerir við fínar línur og hrukkur auk þess að draga úr roða og bólumyndun.
- Rhodiola: Öflugt adaptógen sem er þekkt fyrir að hafa græðandi eiginlega. Rhodiola hjálpar húðinni að takast á við streitu, verndar hana gegn sindurefnum og fyrirbyggir rakatap.
- Coffee Arabica: Þessi andoxunarríka ofurfæða býr yfir góðum sefandi eiginleikum en einnig hjálpar hún til við að draga úr þrota og baugum. Húðin heldur betur raka og verður teygjanlegri en það skilar sér í mýkra og sléttara augnsvæði.
Í neytendarannsókn eftir 14 daga:
-
- 85% sáu verulega klíníska framför í krákufótum á 1 viku.
- 89% sáu verulega klíníska framför í þurrki undir augunum á 2 vikum.
- 96% sáu verulega klíníska framför í fínum línum á 2 vikum.
Notkunarleiðbeiningar
Fyrir notkun kvölds og morgna. Berðu lítið magn varlega í kringum augnsvæðið og augnlokin.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.