Vörulýsing
Þriðja skrefið í 3-step rútínunni. Ótrúlega létt, olíulaust, vatnskennt gel sem tryggir húðinni 24 klukkustunda raka, auk þess að veita húðinni vörn gegn mengun úr umhverfinu.
Clean Shield Technology™ er ákveðin tækni sem heldur því góða í húðinni, líkt og raka, en ýtir því slæma í burtu, eins og mengun og óhreinindum úr umhverfinu. Gelið styrkir rakabirgðir húðarinnar og hjálpar til við að halda rakanum betur í húðinni. Einstök vatnskennd áferðin er frískandi og klístrast ekkert eða smitast heldur fer strax inní húðina. Húðin verður mýkri, heilbrigðari, sterkari með tæran og fallegan ljóma.
Inniheldur meðal annars hyaluronic sýrur sem virka eins og náttúrulegur segull á raka.
Rannsóknir sýna að húðin verður allt að 87% minna viðkvæm fyrir mengun úr umhverfinu með notkun á gelinu.
Base fyrir ID hylkin – veldu grunn og bættu svo við virkni:
- Hvítt fyrir ójafnan húðtón.
- Blátt fyrir stórar húðholur og áferðarmikla húð.
- Appelsínugult fyrir þreytta húð.
- Fjólublátt fyrir fínar línur og hrukkur. (Anti-ageing og þroskuð húð).
Notkunarleiðbeiningar
• Í fyrsta skipti sem þú notar vöruna stingur þú hylkinu í rakagrunnkremið. Notaðu tvisvar á dag – kvölds og morgna. Berðu á andlit og háls eða þar sem þörf krefur. • Hrein húð sem búið er að skrúbba dregur betur í sig raka. Notað eftir hreinsun og Clarifying Lotion – þá færðu bestu útkomuna.