Vörulýsing
Augsýnilega frábært. Þessi sveigði bursti mótar augnhárin og lengir sem aldrei fyrr, án þess að það þurfi að toga í þau, teygja þau eða nota krullara. Kámast ekki, sáldrast ekki og er sáraeinfalt að fjarlægja með volgu vatni. Prófað af augnlæknum.
Notkunarleiðbeiningar
Haltu bogadregna burstanum þannig að hann fylgi sveigju augnháranna. Þú ræður hversu löng eða svipmikil augnhárin þín eiga að vera – þú setur bara eins mörg lög og þú vilt. Þegar maskarinn er hreinsaður burt er gott að mýkja augnhárin. Notaðu fingurgómana og heitt vatn (dæmigert hitastig baðvatns, eða 39 gráður, er fullkomið). Einnig má bleyta bómullarskífu með volgu vatni, þrýsta henni upp að auganu og strjúka svo maskarann af.