Vörulýsing
Þessi kremkenndi andlitshreinsir djúphreinsar húðina kvölds og morgna og dregur verulega úr ásýnd svitahola. Hann er því tilvalinn fyrir þá sem hafa áhyggjur af stækkuðum svitaholum og umfram olíu. Það er ekki aðeins okkar skoðun því 91% þátttakenda í neytendarannsókn voru sammála því að svitaholurnar virtust talsvert minni eftir aðeins þriggja vikna notkun. * Formúlan er rík af ávaxtasýrum úr ofurávöxtum og stútfull af bætibakteríuörvandi efnum sem hjálpa við að jafna húðina og draga úr stærð svitahola með því að hreinsa þær. Hún er laus við súlföt og dregur úr umfram olíu húðarinnar og gerir hana jafnari ásamt því að ljá henni heilbrigðan ljóma.
Notkunarleiðbeiningar
Nuddist varlega á raka húð. Skolaðu vandlega. Notist bæði kvölds og morgna. Til að ná sem bestum árangri er gott að nota hreinsinn sem hluta af þriggja þrepa meðferð meðferð ásamt PORELESS Exfoliating Essence og PORELESS Oil-Free Moisturizer. Fyrst er PORELESS Clay Cleanser nuddað varlega inn í raka húðina. Næst er PORELESS Exfoliating Essence borið á allt andlitið með bómullarskífu. Að lokum er PORELESS Oil-Free Moisturizer borið á andlit og háls.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.