Vörulýsing
Hreint vegan-augnkrem sem inniheldur náttúrulegan retínól-staðgengil. Kremið er mjög áhrifaríkt til að draga úr fínum línum og þrota án ertandi áhrifa.
Retínól hugsað upp á nýtt. Þetta hreina og byltingarkennda vegan-augnkrem er framleitt úr Phyto-Retinol*, en það er náttúrulegur staðgengill retínóls sem unninn er úr jurtaríkinu. Þessi blanda er jafn áhrifarík og retínól án þess að valda roða, þurrki eða auknu næmi.
Hér er um að ræða augnkrem sem dregur úr öldrun húðarinnar, en samkvæmt klínískum rannsóknum dregur augnkremið verulega úr fínum línum, broshrukkum, þrota og litabreytingum á aðeins einni viku. Mild en þó öflug efnasamsetningin inniheldur einnig prótínpeptíð og hýalúrónsýru sem gefa fallega áferð. Húðin verður því mýkri, sléttari og unglegri.
*Náttúrulegur staðgengill retínóls sem unninn er úr jurtum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.