„Markmið Verandi er að búa til hágæða húðvörur án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og án þess að sóa hráefnum. Verandi trúir því að innihaldsefni sem eru skaðleg náttúrunni séu einnig skaðleg fyrir líkamann.“

Versla Verandi

-30%
3.110 kr. 2.177 kr.
-30%
2.690 kr. 1.883 kr.
Uppselt

Meira um Verandi

Verandi notar einungis náttúruleg hráefni, svo sem sjávarþang, salt, kaffi og hreinar ilmkjarnaolíur. Verandi er laus við skaðleg aukaefni og eru öll innihaldsefnin umhverfisvæn. Verandi reynir að nota góð hráefni sem að myndu annars enda sem rusl. Til dæmis er kaffið fengið frá kaffihúsum borgarinnar. Kaffi ferðast marga kílómetra yfir hnöttinn til Íslands og er hent eftir að hafa verið notað einu sinni í expresso, þrátt fyrir að innihalda enn 90% af koffíninu. Kaffið er þurrkað og notað í skrúbbinn þar sem það er gott til þess að skrúbba húðina, koffínið í því hjálpar við að minnka bólgur og svo er það einnig fullt af andoxunarefnum. Kaffi kemur blóðflæðinu á hreyfingu, stinnir húðina og getur haft góð áhrif á appelsínuhúð, exem, unglingabólur og ör. Kaffi hefur einnig sama ph gildi og húðin sem þýðir að hún verður hvorki of þurr né of feit eftir notkun.

Önnur innihaldsefni:

Sjávarþang: Sjávarþang inniheldur náttúrlega vörn gegn skaðlegum áhrifum mengunar. Það inniheldur sýru og selen sem hafa yngjandi áhrif á húðina. Sjávarþang er einnig fullt af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum og amínósýrum.

Sjávarsalt: Sjávarsalt skrúbbar í burtu dauðar húðfrumur, minnkar bólgur, skolar eiturefni úr húðinni og bætir yfirborð hennar. Sjávarsaltið er einnig ríkt í magnesíum.

Sæt möndluolía: Sæt möndluolía er full af E-vítamínum, magnesíum, einómettuðum fitusýrum, próteinum, kalíum, sinki og öðrum steinefnum og vítamínum sem að næra húðina. Hún er mjög rík í andoxunarefnum sem að hjálpa húðinni að halda raka og forðast litabreytingar og hrukkur.

Ilmkjarnaolíur: Ilmkjarnaolíur hafa græðandi áhrif bæði líkamlega og andlega. Þær geta hjálpað við að halda unglingabólum, hrukkum, psoriasis og öðrum bólgueinkennum í skefjum. Ilmkjarnaolíur eru einnig oft notaðar í meðferð við sárum, skurðum, bruna og sólbruna þar sem að þær örva myndun örvefja.