Venjuleg húð

Venjuleg húð er síðasta húðtegundin sem við tökum fyrir úr seríunni “Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með”. Venjuleg húð þýðir í þessu samhengi að húðin sé í góðu jafnvægi.

Venjuleg húð:

  • Hvorki feit né mjög þurr.
  • Slétt og þægileg.
  • Litlar svitaholur.
  • Getur orðið smá þurr, t.d. í köldu veðri, ásamt því að verða aðeins feit með stækkandi svitaholum á T svæðinu. En þetta er ekki algengt.

Eðlileg húð getur dottið úr jafnvægi og þá helst á ákveðnum tíma tíðarhringsins eða einstaka sinnum yfir ævina. Þetta er alls ekki ástæða til þess að taka dramatískar breytingar og breyta í vörur fyrir feita / þurra húð því það gæti raskað jafnvæginu á annars mjög góðri húð. Betra er að skipta yfir í aðeins mildari vörur eða forðast ákveðnar vörur (of þurrkandi eða of feitar) þar til að húðin jafnar sig. Margar vörur eru gerðar fyrir eðlilega til feita húð, eða eðlilega til þurra húð, og henta þær vörur þeim sem sveigjast í aðra áttina.

Þó þú sért með eðlilega húð þá er það ekki ástæða til þess að hugsa ekkert um hana, alveg eins og þó maður sé í kjörþyngd ætti maður ekki að borða bara ruslfæði. Þar af leiðandi er t.d. alltaf mikilvægt að nota sólarvörn og veita húðinni góða næringu.

Hér eru nokkrar vörur sem að við mælum með fyrir venjulega húð en eins og vanalega er einnig hægt að skoða eftir húðtegund hér í valmyndinni fyrir ofan (í tölvu) og til vinstri (í síma).

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *