Tvær hliðar

Ingunn Sig fékk Brynju Gunnarsdóttur í stóllinn hjá sér og bað hana um að mála á sér hálft andlitið. Ingunn málaði svo hinn helminginn. Markmiðið með þessari sýnikennslu er ekki að sýna hvað hún Brynja gerði rangt, enda er ekkert rangt og rétt í þessum efnum, en notar Ingunn tækifærið til þess að sýna ykkur hvað þið getið gert til þess að taka förðunina á annað level.

Hér fyrir neðan sjáið þið vinstra megin förðunina sem að Ingunn gerði og hægra megin förðunina sem að Brynja gerði á sjálfa sig. Farðanirnar eru svipaðar – þeas sömu litatónar og áherslur til þess að sýna hvað litlu hlutirnir geta breytt miklu.

Vinstra megin er húðin sléttari, bjartari og mun líflegri og svæðið undir augunum er einnig bjartara og sléttara. Skyggingin dregur andlitið hennar svo upp og mótar. Augnförðunin ýkir augnumgjörðina hennar og gefa stöku augnhárin henni smá extra fjútt. Augnháragelið gefur augnhárunum svip og heldur þeim á sínum stað. Varaliturinn setur svo punktinn yfir i-ið en setti Ingunn hann reyndar á allar varirnar í lokinn 🙂

Endilega horfið á myndbandið til að sjá hvernig Ingunn fer að.

Sýnikennsla

húð

Augu, augabrúnir og varir

Aukahlutir

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.