Tvær áramótafarðanir í einföldum skrefum.

Hér á eftir sýni ég tvær áramótafarðanir í auðveldum skrefum sem hægt er að fylgja eftir, því það er alltaf gaman að sjá hvernig förðunarvörur koma út á andliti og fá hugmyndir um augnfarðanir. Allar vörunar sem ég notaði eru frá Max Factor og glimmerin frá Glisten Cosmetics.

Athugið að þið gætuð þurft að aðlaga förðunina að ykkar augum og því sem fer ykkur best. Einnig má stoppa í hvaða skrefi sem er, ef manni finnst vera komið nóg, og skella á sig maskara til að klára förðunina. Ég gerði augnfarðarnir sem gætu hentað mörgum og eru ekki of erfiðar að framkvæma.

Á húðina notaði ég Lasting Performance farðann og Mastertouch hyljarann frá Max Factor. Síðan notaði ég Cream Bronzerinn í Light Gold sem er ótrúlega fallegur litur. Einnig setti ég á varirnar Colour Elexir Lipstick í Burnt Caramel og Honey lacquer glossið í litnum Honey nude.

Fyrri augnförðunin gæti hentað þeim sem líkar við þykkan eyeliner á augum. Einnig er mjög einfalt að gera augnskuggann og förðunin er stílhrein.

 

Skref 1: Ég byrjaði á því að setja glæra augabrúnagelið frá Max Factor í augabrúnirnar, en það heldur augabrúnunum á sínum stað allt kvöldið.

Skref 2: Ég notaði Masterpiece Nude Pallettuna í Rose Nudes. Þetta er rosalega falleg og rómantísk palletta með hlýjum tónum og góðu úrvali af litum. En ég byrjaði á því að setja sjötta augnskuggann frá vinstri í glóbuslínuna.

Skref 3: Næst setti ég fjórða augnskugga frá vinstri yfir allt augnlokið.

Skref 4: Augnskugga númer 2 setti ég undir augabrún og í innri augnkrók til að gefa smá highlight áhrif, en þetta trikk lyftir augabrúninni og lætur augun líta út fyrir að vera stærri.

Skref 5: Ég notaði Masterpiece High precision liquid eyelinerinn í Velvet Black til þess að gera eyeliner með flick, sem þykkist sirka um helming frá innri augnkrók.

Skref 6: Næst notaði ég glimmergel frá Glisten Cosmetics í litnum Midnight Mass yfir eyelinerinn. En ég notaði eyeliner bursta frá Real Tecniques og tók smám saman lítið af glimmeri og setti yfir svarta eyelinerinn.

 Skref 7: Ég notaði 2000 Calorie Curl Addict Maskarann. Hann gefur extra þykk og löng augnhár eins og ég vil hafa.

Skref 8: Þessi skrefi má sleppa en fyrir þær sem vilja aðeins meira extra fyrir kvöldið þá er hægt að setja glimmer gelið frá Glisten Cosmetics í Crystal Maze í innri augnkrók

Og þá er augnförðunin tilbúin!  

 

Seinni förðunin er aðeins meira áberandi og fyrir þær sem hafa gaman af því að nota glimmer við tækifæri, eins og á áramótunum. En það er hægt að aðlaga förðunina að sínum augum eins og maður vill og nota minna eða meira glimmer.

 

Skref 1: Hér gerði ég svokallaðan „halo“ augnskugga. En það er dökk skygging sem er sett í ytri og innri krók augans, en við sleppum miðjunni þar sem við ætlum að setja glimmerið. Þannig ég byrjaði á að nota augnskuggann lengst til hægri í pallettunni, sem er einnig dekksti liturinn. Ef við hugsum okkur að við skiptum auganu í þrjá hluta þá á  miðju hlutinn á að vera skilinn eftir með engum augnskugga, og setjum dökka augnskuggann á part 1 og 3.

Skref 2: Næst blandaði ég augnskuggann vel í hliðunum og fyrir ofan.

Skref 3: Ég notaði augnskugga nr.3 frá vinstri í pallettunni til þess að blanda í glóbuslínuna.  

Skref 4: Fyrir smá highlight setti ég lit númer 2 í palettunni undir augabrún og í augnkrók

Skref 5: Ég setti sama augnskugga og ég notaði fyrst undir augað. Hér er hægt að aðlaga að sínum augum hversu langt niður maður vill að augnskugginn nái.

Skref 6: Setja glimmer gelið frá Glisten Cosmetics í Showbiz á mitt augnlokið (þar sem enginn augnskuggi var settur). Við viljum að glimmerið sé mest á miðju augans og dreifum svo aðeins úr því út til hliðanna, þannig að nokkur glimmerkorn nái inn á dökka augnskuggann.

Skref 7: Þessu skrefi má sleppa en ég setti smá af eyelinernum á ysta hluta augans og blandaði hann út með dökka augnskugganum. En þetta gefur auganu lyftingu.

 

Skref 8: Ég setti á mig maskarann og Showbiz glimmerið í innri augnkrók og undir augað, á miðjuna.

Og þá er förðunin tilbúin!

 

Hægt er að skoða allt frá Max Factor HÉR allt frá Glisten Cosmetics HÉR og burstana frá Real Techniques HÉR.

 

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus

Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.