Þú getur líka notað snyrtivörurnar þínar til að gera þetta –

Það er hægt að nota svo margar snyrtivörur á annan hátt en þeim er ætlað. Ég hef tekið saman hér að neðan mínar uppáhalds hugmyndir um hvernig er hægt að nýta snyrtivörur á annan hátt. Ef þið vitið um fleiri leiðir til þess að nota snyrtivörur á óhefðbundinn hátt megið þið endilega deila þeim með okkur í athugasemdum hér að neðan.

  • BB krem eru frábær að nota á aðra staði en á andlitið! T.d. er hægt að nota þau á brúðkaupsdaginn ef þú ert með með bera bringu og axlir. BB krem er líka flott á bera á leggina til að fá smá þekju og fallega áferð.
  • Það er hægt að nota shimmer augnskugga sem highlihgter og higlighter sem augnskugga.
  • Ég nota oft hársprey sem augabrúnagel. Augabrúnirnar haldast eins og límdar allan daginn. Þú einfaldlega spreyjar smá hárspreyi á augabrúnagreiðu og greiðir augabrúnirnar upp. Ath alls ekki spreyja hárspreyinu beint á augabrúnirnar.
  • Hársprey er líka hægt að nota til þess að ná blettum úr fötum og kroti af veggjum.
  • Varablýanta má einnig nota sem eyeliner. Varablýantar eru oftast í mun hlýrri litum og með aðeins mýkri formúlu, en það er hægt að nýta fallega dökk fjólubláa og brúna liti á augun líka.
  • Blandaðu ca 50/50 af hyljara og rakakremi saman á handarbaki þínu og þú ert komin með farða. Þetta hef ég nýtt mér nokkrum sinnum á ferðalagi og er einnig gott í neyð ef meikið þitt hefur klárast.
  • Að nota varalit sem kinnalit er ekki bara sniðugt heldur kemur mjög einnig mjög vel út. Varalitir bera með sér fallega áferð sem sem gefa kinnunum ljóma svipað og krem kinnalitir gera. Ég mæli ekki með þessu fyrir mjög olíuríka eða viðkvæma húð, því að varalitir geta innihaldið olíur sem að framkalla bólur.
  • Ef ég er að flýta mér extra mikið á morgnanna og hef ekki tíma til að fylla í augabrúnirnar með nákvæmni þá gríp ég gamlan maskara (maskara sem er næstum því búinn) og strýk mjög létt yfir augabrúnahárin – það dekkir þau, gefur fyllingu og betra form. Það er svaka munur á augabrúnunum og þetta tekur um 5 sekúndur. En athugið að það er kannski erfiðara að nýta þetta trix ef þú ert með mjög ljóst hár og augabrúnir og átt svartan maskara.
  • Ef þú átt mattan brúnan augnskugga er hægt að nota hann til þess að skyggja andlitið og nefið í stað skyggingarpúðurs. Passa bara að litur augnskuggans sé ekki of hlýr eða of kaldur fyrir þitt litarhaft.
  • Þú getur búið til þinn eigin varalit með því að blanda vaselíni saman við púðurkinnalit eða augnskugga.
  • Glowstarter rakakremið frá Glamglow er með gullfallegum ljóma og kemur í þremur litum. Ef þú vilt láta húðina vera extra ljómandi en á náttúrulegan hátt mæli ég með að nota rakakremið yfir farða á highlighter svæðin. Útkoman er ótrúlega falleg.
  • Vaselín gerir margt fleira en að græða. Gamalt en gott trikk er að setja smá vaselín á tennurnar til að halda varalitnum frá því að komast á tennurnar
  • Ótrúlegt en satt að þá er hægt að nota rakakrem til að ná farðanum af ef hreinsirinn gleymdist heima og þú ert á ferðalagi. Þá mæli ég með að nudda kreminu vel inn í húðina, en flest krem innihalda einhverskonar olíur sem að hjálpa þá til við að leysa upp farðann. Passið að skola andlitið vel eftir á.
  • Það er hægt að nota varagloss á augun til þess að fá fram falleg glansandi augnlok, í stað þess að nota augnskugga. Ég mæli með þessu ef þið eruð í tímaþröng eða ef þið kunnið ekki vel á augnskugga.
  • Varasalvi getur gert meira heldur en að laga þurrar varir. Varasalva má nefnilega líka bera á naglabönd til að mýkja þau. Einnig getur varasalvi verið notaður á rót hársins til að temja lítil óstýrlát hár.
  • Gamalt og gott trikk er að nota naglalakk eða hársprey á sokkabuxnagat svo að það stækki ekki meira. Þetta trikk er life saver.
  • Notaðu andlitsskrúbbinn þinn á varirnar ef þær eru þurrar. Hann mun taka allar dauðar húðflögur í burtu og varirnar verða sem nýjar.
  • Í uppáhaldi hjá mér er að nota skygginga pallettur, sólarpúður og/eða kinnaliti í augnförðun. Ég gríp oft til þessa á ferðalagi. Ég einfaldlega skyggi með sólarpúðri eða skyggingalitum og gef augnlokunum svo fallegan lit með kinnalitnum mínum. Ef þú vilt dekkri augnförðun eða kaldari liti geturðu notað augabrúnapúðrið þitt.
  • Augnskuggaprimer er möst að nota fyrir þá með olíurík augnlok en einnig ef augnskugginn á að endast vel. Ef þú átt ekki augnskuggaprimer þá er hægt að nota hyljara á augnlokin í staðinn. Hyljarinn jafnar húðlit augnlokanna, sléttir yfirborðið og gefur augnskugganum yfirborð til að festast betur
  • Gleymdist eyelinerinn heima? Þá er einfaldlega hægt að nota maskara eða fljótandi varalit sem eyeliner. Dýfðu litlum bursta í vöruna og strjúktu meðfram augnháralínunni fyrir fallegan eyeliner.

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *