Svona litar þú augabrúnir og augnhár sjálf – sýnikennsla og leiðbeiningar.

Vel mótaðar og fallegar augabrúnir hafa meiri áhrif en margir gera sér grein fyrir. Augabrúnirnar ramma andlitið inn og gefa því samhverfara útlit. Flestar viljum við svo hafa dökk, löng og vel krulluð augnhár, en með því að lita augnhárin virka þau þykkari og lengri.

Ég veit að margar konur eru hræddar við að lita sínar eigin augabrúnir og augnhár, en Eylure litunarpakkarnir eru svo ótrúlega auðveldir í notkun að hver sem er getur gert það heima í rólegheitum.

Hér fyrir neðan ætla ég að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig maður notar Eylure augabrúnalitinn og augnháralitinn, þannig þið geti fylgt eftir ef þið hafið ekki gert þetta áður. Fyrir ykkur sem hafið oft litað augabrúnirnar áður og finnst það ekkert mál, þá ætla ég líka að deila með ykkur nokkrum extra góðum ráðum.

Mynd fyrir og eftir litun á augnhárum og augabrúnum. Eins og þið sjáið lét ég líða langan tíma frá því ég litaði augabrúnirnar og augnhárin síðast til þess að leyfa mínum náttúrulega lit að komast í gegn. Ég notaði litinn Dark Brown á augabrúnunum og svartan fyrir augnhárin.

Að mínu mati eru Eylure settin frábær. Bæði eru þau ótrúlega auðveld í notkun, liturinn er góður og helst lengi á. Einnig er formúlan þannig að liturinn festist ekki á húðinni (eins og á svo mörgum sem ég hef prófað áður) og hárin virka þykkari í leiðinni. Í einum pakka eru allt að 12 litanir og kostar það því ca 276 kr fyrir hverja litun á augabrúnum og augnhárum sem gerir það mun ódýrara að gera þetta sjálfur.

Ath. að mælt er með því að prófa litinn á húðinni 48 klst áður en liturinn er notaður á augabrúnir eða augnhár, ef þú hefur ekki notað hann áður. Þá er lítil doppa sett á húðina, t.d. bak við eyrað og beðið í 48 tíma til að sjá hvort þið fáið ofnæmisviðbrögð.

Litun á augabrúnum með Eylure - Dybrow

Þetta eru vörurnar og tólin í Eybrow settinu.

1. Hreinsaðu augabrúnirnar og augnsvæðið
Passa þarf að enginn farði eða olía sé á húðinni og því mæli ég með að þrífa augnsvæðið með olíulausum augnhreinsi áður en maður byrjar. Ef olía og/eða farði eru til staðar þá kemur það í veg fyrir að liturinn festist jafn vel og varan virki.

2. Blandaðu saman litnum og festinum
Næst skal blanda saman um það bil 2 cm af litnum og 5 dropum af festinum á bakkanum. Notaðu síðan hvíta áhaldið til þess að blanda því mjög vel saman. Passaðu að þetta blandist fullkomlega saman og myndi frekar þykka áferð.

3. Settu litinn á augabrúnirnar
Taktu augnháragreiðuna og settu smá af litablöndunni jafnt á hana. Greiddu svo í gegnum augabrúnirnar.

Tips: Við viljum hafa augabrúnirnar dekkstar á endunum (sem næst eyrunum) og ljósastar í byrjun (næst nefinu) og því finnst mér best að byrja á því að bera litinn á síðasta þriðjung augabrúnanna svo liturinn verði lengst þar og verði þar af leiðandi dekkstur.
Síðan bíð ég aðeins, áður en ég ber svo litablönduna á miðja augabrúnina og enda svo á því að láta litinn í byrjun brúnanna.
Passaðu að augabrúnirnar séu alveg huldar af litablöndunni svo að þú náir að lita hvert einasta hár.

Persónulega er þetta stig frekar “messy” hjá mér. En ég vil frekar setja litablönduna alveg yfir augabrúnirnar (og það svæði) og laga svo eftirá. Þannig er ég viss um að hvert einasta hár verði litað og get svo mótað þær betur eftir á.

4. Mótaðu augabrúnirnar / lagaðu með eyrnapinna
Þar sem litablandan hefur farið út fyrir línur augabrúnanna þarf að hreinsa hana í burtu og móta augabrúnirnar. Ég hef alltaf slatta af eyrnapinnum við hönd og nota þá til þess að móta augabrúnirnar. Best er að taka eyrnapinna og strjúka vandlega eftir neðri línu augabrúnanna alveg eftir hvernig ég vil móta þær. Það sama geri ég við efri línu augnháranna. Ef það fór einhversstaðar annarsstaðar út fyrir þá tek ég það strax í burtu með eyrnapinna.

Tips: Einnig mýki ég aðeins litinn fremst á augabrúnunum (næst nefinu) þar sem við viljum hafa litinn ljósastan. Þá nota ég eyrnapinnann til að blanda betur úr litablöndunni svo það myndist ekki skörp lína fremst á augabrúninni.

5. Bíddu í 5-10 mínútur
Hér er hægt að ákveða hvort maður vilji klára alveg aðra augabrúnina og byrja svo á hinni eftir á, eða fara beint í að lita báðar augabrúnirnar. Það fer eftir hversu hratt þú vilt gera þetta. Persónulega finnst mér þægilegast að lita þær báðar á sama tíma. Ég læt vanalega litinn svo bíða í 10 mínútur.

6. Hreinsaðu litablönduna úr augabrúnunum
Mér finnst best að bleyta bómull með volgu vatni til að strjúka yfir augabrúnirnar. Oftast nota ég 2-3 bómulla á hverja augabrún og þegar ég sé að enginn litur kemur lengur í bómullinn strýk ég til öryggis yfir með augnhreinsi til að taka allar leifar af litablöndunni.

Voilá!
Fullkomlega mótaðar og litaðar augabrúnir. Þetta tekur mig sirka 20 mínútur í heild að gera.

Litun á augnhárum með Eylure - Dylash

Pakkinn inniheldur bakka, augnháralitinn, festi og augnháragreiðu. Einnig fylgja leiðbeiningar.

1. Hreinsaðu augnsvæðið
Passa þarf að enginn farði eða olía sé á húðinni áður en maður byrjar og því mæli ég með að nota augnhreinsi yfir augnhárin og augnsvæðið áður en maður byrjar. Passaðu að augnhreinsirinn séu án olíu. Ef olía og/eða farði er til staðar þá kemur það í veg fyrir að liturinn festist jafn vel og varan virki.

2. Settu vaselín á augnlokin
Gott er að setja vaselín á augnlokin og á augnsvæðið undir neðri augnhárunum til þess að verja augnsvæðið ef það fer óvart litur á húðina. Passaðu bara að setja alls ekki vaselín á augnhárin sjálf! Það getur komið í veg fyrir að þau litist. Ef þú ert vön eða ert með mjög stöðuga hendi þá er hægt að sleppa þessu skrefi

3. Berðu litinn í augnhárin
Taktu túpuna sem er merkt nr.1 með litnum og kreistu 1 cm línu á bakkann. Taktu svo augnháragreiðuna og settu þunnt lag af litnum á hana. Greiddu augnhárin svo vel og vandlega þannig liturinn berist jafnt á. Taktu þér góðan tíma, það þarf ekki að flýta sér að þessu. Sérstaklega þar sem þú vilt alls ekki fá litinn í augað á þér.

Tips: Passaðu að bera litinn vel í rót augnháranna (án þess að setja lit í augað) og sérstaklega vel í enda augnháranna, oftast eru þau ljósust þar. Greiddu litinn í bæði undir (eins og þegar þú setur á þig maskara) og yfir augnhárin (leggðu augnháragreiðuna ofan á augnhárin og rúllaðu augnháragreiðunni upp á við)

4.  Bíddu í 2 til 8 mínútur og hreinsaðu augnháragreiðuna
 Hér þarf að leyfa litarefninu að gera sitt og bíða. Ég bíð í 8 mínútur til þess að fá sem dekkst augnhár. Á meðan maður er að bíða þá er best að hreinsa augnháragreiðuna. Taktu þurrt tissjú og notaðu það til að taka allan lit úr augnháragreiðunni. Best er að gera þetta sem fyrst eftir að þú ert búin að bera litinn á augnhárin svo það festist ekki í augnháragreiðunni.

5. Hreinsaðu litinn af augnhárunum
Næst skaltu taka bómul. og brjóta hann í tvennt og klemma augnhárin á milli. Varlega skaltu strjúka litinn af augnhárunum og alltaf strjúka út á við því þú vilt ekki fá litinn í augað.

6. Berðu festinn á augnhárin
Þegar liturinn er farinn af augnhárunum þarf að nota festinn til þess að liturinn dökkni og festi sig. Kreistu 1 cm af túpu sem er merkt nr 2 fyrir festi á bakkann og settu þunnt lag á augnháragreiðuna. Gerðu eins og þú gerðir áður og berðu varlega á hvert einasta augnhár, frá rótum til enda.

7. Bíddu í 1-4  mínútur
Festirinn þarf að fá að virka og því þarf að bíða í nokkrar mínútur. Ég bíð alltaf í fjórar mínútur svo liturinn haldi sér sem best.

8. Hreinsaðu augnhárin
Endurtaktu skref númer 5 og hreinsaðu festinn af augnhárunum sem sömu aðferð og áður.

Tips: Í lokin finnst mér gott að bleyta bómul með volgu vatni og strjúka alveg yfir hvert einasta augnhár og augnsvæði til að passa að öll efni séu farin af augnhárunum. Þú vilt ekki að það sé eitthvað óvart eftir. Einnig er gott að nota augnhreinsi eftir á til að vera viss

Voilá! Dökk og glansandi augnhár
Nú þegar augnhárin hafa verið lituð svört er mikill munur. Litablandan gefur þeim einnig fallegan glansa.

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er flutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.