Sterkari og fallegri neglur með OPI Nail Envy

Ef það er eitthvað sem undirskrifuð hefur verið í vandræðum með þá eru það neglurnar á höndunum (á meðan táneglurnar eru sterkari en stál) en oftar en ekki hef ég kallað fingurna mína forritaraputta því neglurnar vaxa ekki og naglalakk helst ekki á þeim. Partur af því er kannski að mér þykir fátt erfiðara en að horfa á naglalakk þorna svo viðhaldið og þolinmæðin ekki verið til staðar.

Eftir að við opnuðum verslunina okkar ákvað ég að fá mér gelneglur aftur til þess að auðvelda mér að halda þeim snyrtilegum. Ég viðurkenni samt að mér þykja náttúrulegar neglur fallegri og eftir að hafa kynnt mér Nail Envy ítarlega og lesið meðmælin (Nail Envy fær 4,5 stjörnur á Amazon eftir 6.300 notendur) og séð myndir þá þykir mér fátt meira freistandi en að breyta tímanum sem ég á í lagfæringu í næstu viku og láta taka af mér gel neglurnar og reyna að safna þeim náttúrulegum aftur.

Fyrir og eftir mynd frá Pinterest

Neglurnar okkar eru búnar til úr hörðnuðu prótíni sem kallast keratín. OPI Nail Envy Original inniheldur vatnsrofið hveitiprótín sem er einmitt plöntu útgáfan af keratíni. Ásamt því inniheldur það kalsíum og saman styrkja, herða og lengja þessi innihaldsefni neglurnar. Nail Envy Original er sérstaklega gott fyrir veikar og skemmdar neglur, til dæmis eftir gel neglur.

Nail Envy línan inniheldur nokkur styrkingarlökk sem dæmi fyrir viðkvæmar neglur sem flagna og neglur sem eru þurrar og stökkar. Öll Nail Envy lökkin má nota sem undirlakk til þess að viðhalda styrknum en ef þú ert með einstaklega erfiðar neglur mælum við með því að fylgja leiðbeiningunum alveg og setja 2 umferðir af Nail Envy á neglurnar á fyrsta degi og svo 1 umferð annan hvern dag. Að viku liðinni skal taka allt af og byrja aftur.

 Nail Envy Original kemur einnig í 4 fallegum litum fyrir þau sem vilja fá hámarks árangur en geta ekki hugsað sér að vera með ólitaðar neglur þá mælum við með því að skoða þau.

Nail Envy

Texti: Íris Björk Reynisdóttir
Myndir: Ingunn Sig

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.