Náttúrulega falleg brúnka í vetur – möst frá St Tropez!

Nú þegar veturinn er á næsta leiti þá finnst mér nauðsynlegt að fríska uppá útlitið með fallegri brúnku. Þegar sólin hættir að skína þá missir húðin þennan ljóma og frískleika sem við fáum á sumrin með brúnku, roða í kinnum og jafnvel freknum.

Áður fyrr fóru margir í ljós þegar líða tók á veturinn, en ef þið eruð enn af því í guðanna bænum hættið því strax því sólbekkir eru eitt það allra versta sem hægt er að gera fyrir húðina. Þú lítur kannski tímabundið betur út, en til lengdar hefur þetta hrikaleg áhrif á húðina, ýtir undir hrukkumyndun, öldrunarbletti og auðvitað húðkrabbamein.

Það eru margir sem hræðast brúnkukrem og finnst þau vera of „sjáanleg“, appelsínugul, tímafrek og flekkótt. Þetta var kannski raunin í gamla daga þegar þurfti maður að standa á nærbuxunum inn á baði í lengri tíma til þess að passa að brúnkukremið þornaði jafnt, en samt endaði maður flekkóttur og illa lyktandi. Raunin er allt önnur í dag, enda hefur sjálfbrúnka þróast mjög mikið seinustu árin. Ef að réttar vörur eru valdar þá er mjög auðvelt að bera brúnkuna á, hún þornar fljótt, verður ekki flekkótt og lyktin getur jafnvel verið mjög góð.

Ég er ekki mikið fyrir að liggja í sólbaði einfaldlega vegna þess að það fer illa með húðina og set ég, sem dæmi, alltaf á mig sólarvörn nr 50. Ég vil samt sem áður vera brún og þar af leiðandi set ég reglulega á mig brúnku. Meðan ég bjó í London prófaði ég allskyns brúnkuvörur þar sem úrvalið er mikið, en eftir að hafa prófað fjöldann allan af merkjum og vörum þá leita ég alltaf aftur í St Tropez því mér finnst merkið einfaldlega gefa bestu niðurstöðuna. Það er auðvelt að nota vörurnar, brúnkan þornar fljótt, liturinn er ekki appelsínugulur eða gervilegur og lyktin er góð. St. Tropez hefur unnið til fjölda verðlauna sem að mér finnst merki um það hversu góðar vörurnar eru. St.Tropez er rótgróið merki sem var stofnað árið 1993 í Kaliforníu og en stofnendurnir fóru í gegnum 17 tilraunastofur áður en þau voru ánægð með útkomuna. Það sem margir vita kannski ekki  erað allar vörurnar frá St. Tropez eru án parabena, crulety free og 100% vegan.
 

St. Tropez brúnku rútínan mín.

Fyrst nota ég Body Polish í sturtu kvöldið áður en ég set á mig brúnkuna, en það skrúbbar húðina og undirbýr hana með því að fjarlægja í dauðar húðfrumur.
Daginn eftir nota ég svo Enhancing Body Polish rétt áður en ég setti brúnkukremið á, en það er nærandi rakakrem sem undirbýr húðina. Mikilvægt er að bera það þar sem húðin er þurr, eins og á hné og olnboga.

Ég nota Tan Applicator Mitt hanskann til þess að bera brúnkuna á. Fyrir mér er hann algjört möst en hann auðveldar manni að bera brúnkuna á og passar að hún dreifist jafnt. Hanskinn er margnota og það má þvo hann. Ég þvæ minn alltaf strax eftir notkun og þá endist hann mjög lengi. Hanskann má nota með kremum, olíum, froðum eða spreyi en hann er eitt aðal trikkið til að fá fallega brúnku.

Ég nota St Tropez Self Tan Express Advanced Bronzing Mousee, en það er létt froða sem auvðeldar manni að stjórna því hversu dökka brúnku maður vill fá. Áferð froðunnar er einstök og ótrúlega auðvelt er að dreifa henni jafnt. Maður ber brúnkuna á og fer svo í sturtu. Ein klukkustund með froðuna á gefur ljósa brúnku, tveir tímar miðlungs brúnku og þrír tímar dökka brúnku. Froðan þornar mjög fljótt en það skiptir máli að láta hana þorna alveg áður en maður klæðir sig.
Á meðan ég var með brúnkuna á líkamanum notaði ég Self Tan Express Face Sheet maskann en hann er algjör snilld. Hann er sá fyrsti sinar tegundar og gefur ljómandi og fallega brúnku. Liturinn kemur á 8 klukkustundum, hann skilur ekki eftir línur og er mjög auðveldur í notkun. Einnig er hann rakagefandi og inniheldur Hyalorunic Acid – gæti ekki hljómað betur.

Fimm mínútur með maskann gefa léttan lit, tíu mínútur gefa miðlungs og fimmtán mínútur dökka brúnku. Ég ákvað að vera með hann í fimmtán mínútur þar sem ég var orðin frekar föl. Mikilvægt er að muna að nudda restinni af seruminu í kringum augun eftir að maskinn er tekinn af, út í hársvörð og niður hálsinn til að fá jafna áferð.

Eftir þrjá tíma fór ég í sturtu og skolaði froðuna af, en brúnkan heldur svo áfram að dökkna í allt að átta tíma eftir að maður setur hana á.

Síðast en ekki síst er ég ótrúlega hrifin af Instant Tan Finishing Gloss. Vá. Áferðin er geðveik! Instant Tan Finishing Gloss er krem sem gefur húðinni einstaklega fallegan gljáa og hægt er að nota hvenær sem er, yfir brúnkukrem eða eitt og sér. Kremið er sett á þurra húð og frískar heldur betur upp á hana og nota ég hanskann einnig til að setja það á. Mér finnst æðislegt að láta það rétt yfir handleggina, axlir og bringu. Einnig er frábært að nota þetta á fætur ef maður er ekki í sokkabuxum. Áferðin er gylltur brons gljái og kremið ilmar dásamlega.

Fyrir mér eru St. Tropez svona „einu sinni prófað getur ekki hætt vörur“ því þær eru svo frábærar og auðveldar í notkun.

Hér er mynd eftir að ég var með maskann á og brúnkuna á restina af líkamanum. Þvílíkur munur og gefur manni strax frískleika í framan.

 

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Vörurnar sem Margrét notaði

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *