Soft Halo förðun

Í sýnikennslu vikunnar gerðum við skemmtilega halo förðun

Falleg fyrir

Falleg eftir

Við sýndum ákveðna aðferð við augnförðun, að nota augnblýant til að búa til lögunina sem við viljum og svo augnskugga yfir. Mikilvægt er að nota augnskuggagrunn sem er ekki of þurr þegar þessi aðferð er notuð, til að auðvelda það að dreifa úr augnblýantinum. Einnig er mikilvægt að setja blýantinn með púður augnskugga til að passa að hann hreyfist ekki

Double Wear Eye Shadow Base er fullkominn augnskuggagrunnur fyrir þessa aðferð. Augnblýantarnir sem við notuðum voru Estée Lauder Double Wear Infinite Waterproof Eyeliner í litnum Expresso og Estée Lauder Double Wear Stay In Place Eyeliner í litnum Emerald til að fá skemmtilegan sægrænan tón.

Við völdum augnhárin Au Natural frá Duff Lashes til að gera förðunina dramatískari. Ég mæli með því að maskara yfir gervi augnhárin til að sameina þau við þín eigin, það kemur einstaklega fallega út með þessi augnhár.

Til að birta upp andlitið notuðum við nýja hyljarann frá Becca, Light Shifter brightening Concealer. Sniðugt er að setja hann undir augun, alveg upp á kinnbeinin og niður nefið til að fá frísklegan ljóma. Hyljarinn inniheldur rakasýrur og veitir kælandi áhrif þegar hann er borinn á.

Við notuðum sömu pallettu á augun og á andlitið, Smashbox Cali Contour pallettuna. Hún inniheldur sex sem birta upp andlitið, skyggja og gefa ljóma. Gott ráð er að nota sama sólarpúður, skyggingarlit eða kinnalit sem þú notar á andlitið einnig á augun til að setja tóninn á heildarlúkkið. 

Vörur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *