Snöggt húðdekur fyrir kvöldförðun

Í sýnikennslu vikunnar fórum við yfir nokkur skref til þess að hreinsa húðina eftir daginn og undirbúa hana fyrir kvöldförðun til þess að húðin sé extra flott og rakamikið ef þú ert að fara eitthvað extra fínt.

 

Nadía kom til mín með litað dagkrem og sólarpúður sem hún hafði verið með yfir allan daginn. Við byrjuðum á að hreinsa allt af með Face Halo og andlitsvatni til að róa húðina, hreinsa umfram óhreinindi og undirbúa húðina fyrir maska. Andlitsvatnið sem ég notaði var Mádara Comforting Toner.

Því næst settum við Glamglow Instamud maskann (til vinstri á mynd) sem er freyðandi 60 sekúnda maski. Maskinn minnkar ásýnd húðhola, jafna húðtón og skilur húðinar eftir silkimjúka. Hinn fullkomni maski til að undirbúa húðina fyrir farða.

 

Eftir það settum við Origins Dink Up 10minute maskann (til hægri á mynd), hann veitir húðinni samstundis raka, hjálpar húðinni að viðhalda rakanum og ræðst á þurrkubletti.

Ég strauk svo yfir einu sinni enn með andlitsvatni til að húðin taki betur við serumi og rakakremi.

Serumið sem ég notaði var Nip+Fab Dragons Blood Hyaluronic Shot, algjör rakabomba. Augnkremið sem ég valdi var Bobbi Brown Hydrating Eye Cream, en þetta krem finnst mér æðislegt undir farða þar sem það sléttir augnsvæðið og fer fljótlega inn í húðina.


Síðast en ekki síst var það rakakrem, ég valdi Skyn Iceland Pure Cloud Cream. Létt krem sem gefur mikinn raka og er einstaklega gott í veðurbreytingum, þar sem það er farið að kólna aðeins á Íslandi þá er þetta krem fullkomið til að vernda húðina fyrir vind og veðri.

Þá er húðin fullkomlega undirbúin fyrir hvaða förðun sem er.

Módel: Nadía Atladóttir

Vörur

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *