
Skincell
framtíðin í húðumhirðu
Suður-Kórea hefur lengi verið framar öðrum löndum heims þegar kemur að þróun á nýstárlegum og virkum húðvörum og fer Skincell þar fremst í flokki. Fyrirtækið er það fyrsta í Suður-Kóreu til að framleiða EGF (Epidermal Growth Factor) úr rísplöntum við hátæknilegar aðstæður sem skilar hreinasta EGF sem völ er á. EGF er frumuvaki sem örvar vöxt og endurnýjun húðfrumna og þykir eitt besta virka innihaldsefnið fyrir algjöra endurnýjun húðarinnar. Botanic EGF Serum frá Skincell er afurð þessara tækniframfara en um er að ræða byltingarkennda húðdropa sem vinna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar, draga verulega úr fínum línum og hrukkum, auka raka og endurheimta náttúrulegan ljóma húðarinnar.
Einungis 10 innihaldsefni
Botanic EGF Serum inniheldur einungis 10 innihaldsefni sem öll hafa sannaðan tilgang og voru valin og samsett af færustu vísindamönnum í lífvísindum og líftækni. Auk EGF inniheldur Botanic EGF Serum einnig, adenosín, beta-glúkan og snjósvepp en saman vinna þessi innihaldsefni að alhliða betrumbætingu húðarinnar. Formúlan er án rotvarnarefna, olía og litarefna og er því á meðal hreinustu húðvara á markaðnum.
Egf í húðvörum
Árið 1986 hlutu dr. Stanley Cohen og dr. Rita Montalcini Nóbelsverðlaun í lífeðlisfræði/læknisfræði fyrir uppgötvun sína á EGF. Þessi mikilvægi frumuvaki finnst náttúrulega í húð okkar og þjónar lykilhlutverki í að stýra vexti húðfrumna og heilbrigði húðarinnar. Með aldrinum minnkar framleiðsla líkamans á
EGF sem verður til þess að húðin fer að missa kollagen og elastín og öldrunarmerki byrja að koma fram. Húðvörur sem innihalda frumuvaka stuðla að nýmyndun á kollageni og elastíni á frumstigi og veita húðinni alhliða endurnýjun.
Innihaldsefni án hliðstæðu
EGF er einstaklega dýrt innihaldsefni og ekki auðfáanlegt. Flest fyrirtæki sem nota EGF í húðvörur sínar fá það úr bakteríuræktun en það veldur því að óæskileg efni fljóta með uppskeru EGF sem leiðir til þess að efnið brotnar hratt niður og verður óskilvirkt. Afrek vísindamanna Skincell, með því að rækta EGF í rísplöntum, skilar hreinasta EGF sem völ er á og það má nú finna í Botanic EGF Serum.
Einfalt í notkun
Botanic EGF Serum eykur raka og ljóma húðarinnar, örvar endurnýjun og dregur úr ásýnd hrukkna og fínna lína. Það er borið á hreina húð kvölds og morgna en einungis þarf 2-4 dropa í sinn. Einstök áferð formúlunnar er silkimjúk, létt og gengur hratt inn í húðina. Þar sem Botanic EGF Serum er hannað til notkunar kvölds og morgna þá hentar það einnig vel undir farða.
Varist að þvo húðina með hreinsiolíu eða öðrum hreinsivörum sem innihalda olíu þar sem olía brýtur niður EGF-prótínið.