Um rå oils

rå oils varð til árið 2013 sem verkefni mæðgnanna Elínar og Fríðu. Fríða var búin að fá nóg af því að prófa hinar ýmsu lausnir til þess að losna við hormónabólur og örin sem þeim fylgdu og höfðu plagað hana í meira en 10 ár. Á þessum 10 árum hafði Fríða eytt háum fjárhæðum í hinar ýmsu húðvörur og húðlækna, bæði á Íslandi og í London. Ásamt því hafði hún gengist undir tvær mjög erfiðar og sársaukafullar lyfjameðferðir, og neitað sér um allan mat sem espaði upp bólur.

Þrátt fyrir þetta þá losnaði hún aldrei við bólurnar, og erfiðu lyfjameðferðirnar skildu hana eftir með djúp ör eftir bólurnar. Elín, sem er snyrtifræðingur að mennt, hafði grúskað mikið í mætti ilmkjarnaolía og var sannfærð um að þær gætu hjálpað dóttur sinni í þessari baráttu í stað sterkra lyfja og krema. Hún hóf nám í ilmkjarnafræði, og að því loknu hófst hún handa við að þróa olíu sem gæti hjálpað Fríðu. Markmiðið var að olían væri algjörlega náttúruleg, vegan, án allra rotvarnar- og annarra aukaefna og að engin innihaldsefni né olían sjálf, væru prófuð á dýrum. Það varð fyrsta olían, acne therapy, sem upphaflega var eingöngu þróuð fyrir Fríðu. Vinkonur og vinir fóru að taka eftir breytingunni á húð Fríðu og vildu vita hvað hún hefði gert.

Smá saman fór boltinn að rúlla, Elín fór að þróa olíu til að hjálpa vinkonu með psoriasis, og útkoman var skin therapy. Fyrir sjálfa sig vildi hún finna olíu sem væri hrein og náttúruleg, þar af leiðandi leit anti aging olían dagsins ljós. Síðan þá hafa fleiri vörur bæst í hópinn og enn fleiri eru í þróun.

Gjafasett

Olíur 50ml

Olíur 30ml

Hreinsar