Rå Oils – viðtal við snyrtivöru frumkvöðulinn Fríðu Bryndísi

Í tilefni þess að rå oils var að fá nýtt útlit, ný nöfn og koma í fleiri stærðum þá tókum við smá viðtal við Fríðu Bryndísi Jónsdóttir, eina af stofnendum merkisins.

rå oils hafa gjörsamlega slegið í gegn hjá okkur og erum við einstaklega spent fyrir nýja útlitinu en einnig erum við svo stolt af því að íslenskar mæðgur séu að ná svona langt sem snyrtivöru frumkvölar bæði hér á landi og erlendis.

Mæðgurnar Elín og Fríða

Hvernig byrjaði rå oils ævintýrið?

Þetta byrjaði í rúmum fyrir 5 árum síðan þegar mamma, sem er snyrtifræðingur og aromatherapist, prófaði að gera olíu blöndu fyrir húðin mína. Ég var búin að þjást af acne síðan ég 13 ára, og búin að prófa allt, bæði töflur og krem og meira að segja búin að fara á decutan lyfið (roaccutane) tvisvar sinnum, en ekkert virkaði. Það var ótrúlega erfitt að ganga í gegnum allar þessar meðferðir, sérstaklega decutan, án árangurs og ég vildi helst ekki þurfa að byrja á öðrum kúr sem ég hafði líka svo litla trú á. Þannig mamma, sem var búin að lesa sér mikið til um virkni olía á húðina, m.a. á acne ákvað að prófa að blanda handa mér til að sjá hvort það virkaði.

Við prófuðum nokkrar ólíkar blöndur og að lokum fundum við blönduna fyrir acne therapy olíunni sem að hreinsaði upp acne-ið mitt á aðeins örfáum mánuðum. Síðan fórum við að gefa vinkonum mínum olíur, og þegar það fór að verða vinsælt og spyrjast út þá ákváðum við að stofna fyrirtæki í kringum þetta og fara út í framleiða fleiri vörur.

Fyrir og eftir hjá Fríðu

Nú er acne olían ykkar einmitt búin að slá í gegn og eru fyrir og eftir myndirnar eftir notkun alveg magnaðar. Það er oft sagt ef að þú ert með olíuríka húð ættir þú að forðast húðvörur sem innihalda olíur, en þið eruð að fara þvert á það. Hver er ástæðan fyrir að þetta virkar hjá ykkur?

Það er einmitt mjög algengur misskilningur að fólk með olíuríka húð eigi að forðast olíur alfarið og oft er fólk að reyna að þurrka upp húðina sem að gerir hana aðeins verra. Ef þú ert með olíukennda húð og reynir að þurrka hana upp þá mun húðin byrja að offramleiða fitu á móti sem gerir húðina ennþá olíukenndari. Þess vegna verður húðin glansandi þegar á líður á daginn, hana vantar raka. Þannig að ef þú ert með olíukennda húð þá þarftu að passa að gefa henni nægan raka og næringu til að koma á jafnvægi.

Ástæðan fyrir því að olíur virka svona vel er að þær eru hreinar og stútfullar af náttúrulegum vítamínum og næringarefnum. Þær eru ekki fullar af vatni og aukaefnum, sem að krem oft eru. Fyrsta innihaldsefnið í kremum er einmitt yfirleitt vatn, áður en að nokkur virk efni koma. Síðan eru auðvitað aukaefni sem að gera ekkert fyrir húðina og eru einungis til að láta kremið endast í fleiri ár eftir framleiðslu. Olíurnar okkar eru alltaf hreinar og nýblandaðar til að tryggja hámarksvirkni.

En það er mikill munur á “olíum” og “olíum”. Það er alveg rétt að ef þú ert með olíuríka húð og færð bólur að þá eigirðu að forðast vissar olíur sem að geta stíflað húðina. Þetta eru olíur sem eru háar í einómettuðum fitusýrum eins og t.d. ólífuolía og kókosolía, þar sem þær get stíflað húðholur og skilið eftir fitufilmu á húðinni. Hinsvegar eru vissar aðrar olíur sem að græða og koma jafnvægi á húðina og henta olíu kenndri húð mjög vel. Það eru þær olíur sem að við notum og ekkert annað.

Síðan held að helsta ástæðan fyrir því að okkur tókst að búa til vöru fyrir acne húð sem virkar er sú að ég sjálf þjáðist af acne í 10 ár og gekk í gengum flestar meðferðir sem í boði eru. Við bjuggum til vöru til þess að leysa vandamál sem við þekkjum vel. Þetta er lykillinn að okkar mati og við höfum það að leiðarljósi fyrir allar þær vörur sem við þróum.

Nú voru vörurnar ykkar að fá nýtt útlit, hverjar eru helstu breytingarnar?

Við ákváðum að við vildum að umbúðirnar endurspegluðu betur gæði varanna og gefa þeim meira minimalistic look, í takt við innihaldsefnin sem að eru mjög hrein og samanstanda aðeins af því sem þarf að vera í vörunni. Ekkert óþarfa.

Við breyttum líka nöfnunum á sumum olíunum, anti-aging olían okkar heitir núna ‘eternal radiance’ þar sem að hún hentar yngri húð alveg jafn vel og eldri húð en okkur fannst yngri kynslóðin oft forðast hana út af nafninu. Skin therapy olían okkar heitir núna líka ‘skin rescue’.

Einnig vorum við búnar að fá mikið feedback um umbúðirnar sem við tókum til okkar og vildum bæta. Núna koma s.s. allar vörurnar okkar í svörtu miron gler flöskum og allar andlitsolíurnar eru með pípettum.

Síðan erum við búnar að bæta við stærðum, þannig nú fást andlistolíurnar í bæði 50ml og 30ml umbúðum og hreinsirinn í 100ml og 200ml. Þannig að núna er hægt að kaupa minni stærðina sem fyrstu kaup til þess að prófa vöruna, og síðan stærri stærðina, sem að er hagkvæmari, þegar þú veist að þér líkar við hana. Síðan er núna hægt að ferðast með minni hreinsinn í handfarangri líka sem var ein af óskunum sem við fengum. Nýju umbúðirnar gera það að verkum að olíurnar leka ekki lengur þegar það er ferðast með þær, bæði andlistolíurnar og andlitshreinsirinn. Einnig er núna er auðveldara að vera nákvæmari með magnið þegar maður notar olíurnar svo ekkert fari til spillis.

Við viljum endilega fá sem mest feedback frá viðskiptavinum okkar svo við getum haldið áfram að bæta, og við erum þegar byrjaðar að fá skilaboð frá viðskiptavinum sem að elska nýju umbúðirnar.

Hvað er næst á dagskrá hjá rå oils?

Við erum nýbúnar að launch-a vörunum okkar hjá Cult Beauty sem var rosalega stórt skref fyrir okkur, enda er það ein stærsta snyrtivöru vefverslun í heimi. Það er búið að ganga vonum framar og núna erum við að einbeita okkur að ná fótfestu á breska markaðinum.

Einnig erum við í samningsviðræðum við önnur lönd en slíkar samningsviðræður geta tekið mjög langan tíma.

Hvert er þitt best ráð til annarra íslenskra snyrtivöru frumkvöðla?

Besta ráðið sem ég get gefið er að bara stökkva á það og ekki hafa áhyggjur af öllu sem þarf að gera og öll þau vandamál sem þarf að leysa. Vandamál munu koma og þú munt sömuleiðis leysa þau. Það er alltaf til lausn á öllu og best er að einbeita sér bara að því að taka eitt skref í einu og ekki hafa áhyggjur af því næsta.

Ekki bíða heldur með að koma fyrirtækinu á markað. Það er best að koma sér eins fljótt á markað og hægt, fá feedback og síðan nota það til að endurbæta það sem þarf.

Síðan er það að byggja upp tengslanet. Ekki hræðast að hafa samband við einhvern sem hefur farið í gegnum þessa reisu á undan þér. Þú tapar engu á að hafa samband, og flestir í frumkvöðlageiranum eru meira en til í að hjálpa öðrum enda gagnast það okkur öllum.

Takk fyrir viðtalið Fríða ! okkur hlakkar til að fylgjast betur með ævintýrum Rå Oils. Hægt er að skoða allar vörurnar hér: https://beautybox.is/ra-oils

Hér eru fleiri ótrúlegar myndir sem sýna fyrir og eftir notkun á Acne Therapy olíunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.