Rå Oils tilraun með 6 einstaklingum í 3 mánuði.

Í byrjun árs auglýstum við eftir 8 einstaklingum til þess að taka þátt í tilraun sem við gerðum í samstarfi með íslenska húðvörumerkinu Rå Oils. Tilraunin fól í sér að nota einungis Acne Olíuna og Clear Skin hreinsirinn frá Rå Oils, og engar aðrar húðvörur í 3 mánuði.

Það var mikill áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu en 8 einstaklingar voru valdir í verkefnið. 6 þáttakendur kláruðu og sendu okkur myndir af sér fyrir tilraunina og eftir hana ásamt umsögnum sem lesa má hér fyrir neðan.

Davíð

Ég sótti um fyrir hann Davíð í þetta verkefni vegna þess að ég og hann líka vorum komin á þann stað að prófa allt vorum búin að prófa ýmislegt sem okkur hafði verið bent á og þar að auki sterk stera krem sem húðlæknir lét okkur fá. Það virkaði eitthvað en svo blossaði þetta alltaf upp aftur þegar hann fór að trappa sig niður. Sjálfstraustið hjá honum var ekkert svakalega mikið sem ég skil rosa vel. Honum fannst mjög erfitt að vera svona og var því mjög fegin þegar að grímu skylda var tekin upp og þá sérstaklega í skólanum þá gat hann falið þetta, nema húðin versnaði til muna.

Mér finnst þetta hafa gengið ótrúlega vel hjá 14 ára strák þolinmæði og samviskusemin alveg uppá 10 (alveg óendanlega stolt af honum fyrir að nenna standa í þessu😀)

Hann er ánægður með útkomuna þó svo að við verðum að halda áfram en hann talar um að sér líði miklu betur allur pirringur og kláði farinn og ég er á því að sjálfstraustið sé að koma hægt og rólega👍

Hann kvartaði ekkert undan lyktinn eða áferðinni fannst þetta bara í fínasta lagi.

Takk æðislega fyrir okkur það var frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni og sérstaklega þegar að útkoman er svona góð

Árnrún

Húðin mín er orðin miklu betri. Versnaði fyrst (hreinsun) en síðan fór þetta að lagast og bólurnar hurfu mjög fljótt og húðin var mjúk og góð.

Unnur Oddný

Ég sótti um fyrir þetta verkefni vegna þess að ég hef verið með húðvandamál í fleiri ár. Hef prófað ýmsar aðferðir, leiðir og lækna. Bæði náttúrulegar og læknisfræðilegar en hefur aldrei skilað almennum árangri. Það olli vanlíðan, sem ýtti undir stress svo að húð versnaði talsvert og vítahringur byrjaði. Viðhorf lækna varðandi nálgun húðvandamála í tengslum við andlega hlið skjólstæðinga, þátt fyrir að vita samband þar á milli. Notkun á olíunum hefur róandi áhrif á mig sem ýtir undir slökun og stuðlar því að aukinni vellíðan og ró sem bætir líðan gríðarlega.

Hvernig ferlið hefur gengið.
Ferlið hefur gengið vel, smá outbrake í byrjun en tengist einnig líðan og álagi út af skólanum. En með því að taka myndir reglulega sá ég muninn og fylgjast með árangri. Nálgun, viðhorf og feedback frá ykkur hvöttu mig til þess að vera áfram jákvæð og sinna verkefninu samviskusamlega þegar maður var kannski að missa trú á sjálfum sér eða að húðin gæti einhverntímann lagast. Það var mér mjög dýrmætt <3

Útkoman eftir 3 mánuði
Minni bólga í húð, færri og minni bólur ásamt þess að áferð og fínar línur eru minni. Sé mikinn aukinn raka og er sjálfsöruggari í eigin skinni. Þó að bólur koma ennþá, þá finn ég fyrir að ef ég næ að sinna þessu almennilega eru þær miklu (þá meina ég MIKLU) minni, minni gröftur og almennt minna frustration í húðinni.

Upplifun við notkun varanna (áferð, lykt ofl)

AMAZING lykt, áferðin dásamleg, þykkt fín og skemmtilegt að hafa smá „gulan“ lit sem gefur mannig frísklegt útlit eins og að vera útitekinn. Gæti ekki haft neitt út á vörnar að segja.

Langar að þakka ykkur kærlega fyrir að velja mig úr hópi umsækjenda, kann svo ótrúlega að meta það. Er ólýsanlega þakklát og það veitir mér mikla hugarró, aukið sjálfstraust og aukna hamingju að líða vel í eigin skinni. Haldið áfram að framleiða og þróa dásamlegar vörur <3

Inga Berta

Ég heiti Inga Berta og er 25 ára 3 barna móðir, ég sótti um því ég hef verið í mjög miklum vandræðum með húðina mína í langan tíma og hef örugglega prufað allt til að hjálpa henni.

Ferlið hefur gengið vonum framar en þó hafa verið hæðir og lægðir og komst ég aðarlega að því að húðin mín stjórnast mest af tíðarhringnum, er ss verst í upphafi blæðinga og er best svona 2 vikum eftir það.

Mig langar að halda áfram að nota þessar vörur því þær hafa hjálpað minni húð mikið og kennt mér meira á hana!

Finst vörurnar mjög þæginlegar í notkun með æðislegri lykt! Eina sem hefur ekki hentar mér með olíuna er að hún er svolítið lengi að fara inn í húðina svo það getur verið erfitt að setja farða í byrjun dags, en eftir ca 30 mínútur var það ekkert mál. Að setja olíuna á að kvöldi er fullkomið og maður vaknar mikið ferskari! Hef líka tekið eftir því að olíurnar draga mjög mikið úr roða! Þó svo bólurnar eru til staðar er mikið minni roði í kringum þær en var áður! Svo mín niðurstaða er sú að þessar vörur eru æðislegar og ég mun koma til með að nota þær áfram!

Guðlaug

Sótti um því eg hef verið að glíma við acne síðastliðin 10 ár sem er afleiðing af PCOS. Ég er mjög óörugg með mína húð og mig verkjar og svíður virkilega í húðinni þegar ég fæ bólgur og bólur. 

Gekk upp og niður, fyrst var ég mjög slæm og svo varð ég betri

Virkaði ágætlega en þar sem mitt acne tengist hormónasjúkdómi (PCOS) dugar þetta ekki og þarf ég lyf frá lækni.

REbekka

 Ég hef verið með slæma húð síðan ég var unglingur og er búin að prófa öll heimsins krem og húðvörur sem mælt er með. Hef farið í margar sýklalyfjameðferðir, sterameðferðir og fór á Decutan í 6 mán. Hefði þurft að fara í aðra meðferð en treysti mér ekki vegna aukaverkana. Í byrjun var húðin öll útí bólum og ég nýbúin á mánaðar sýklalyfjameðferð og andleg líðan ekki góð. Mér leið illa að vera öll útí bólum og húðin var einnig mjög aum viðkomu.

Fyrsti mánuðurinn á Rå Oils, þá brutust út fullt af bólum og húðin greinilega að hreinsa sig, eftir fyrsta mánuðinn urðu bólurnar færri en það var samt alltaf að koma ein og ein sérstaklega í kringum tíðahringinn hjá mér. Þegar leið á annan mánuðinn þá fann ég að húðin varð mun sléttari og hreinni. Í dag eftir þrjá mánuði er hún mun betri og gríðarlegur munur á þessum 3 mánuðum þegar maður ber saman myndir.

Þetta er langtímameðferð hjá mér og ég er mjög ánægð í dag að hafa ekki gefist upp þó bólurnar fóru ekki strax fyrsta mánuðinn. Mér fannst alltaf jafn þæginlegt að byrja daginn og enda hann á því að hreinsa húðina með rå oils, það var svo mjúk áferðin af olíunum og lyktin skemmdi ekki fyrir.

Ég mæli klárlega með rå oils fyrir alla sem eiga við acne/bóluvandamál að stríða og að gefa þessu tíma því þetta er það eina sem hefur virkað fyrir mína húð.

Rå Oils

Við þökkum þáttakendum kærlega fyrir að taka þátt í verkefninu með okkur. Það tekur þolinmæði og styrk að taka þátt í svona verkefni og erum við ótrúlega þakklát fyrir þáttökuna, umsagnirnar og myndirnar.

Beautybox.is og Rå Oils

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.