Nýjar og byltingarkenndar vörur frá St. Tropez

St. Tropez gaf nýverið út 4 nýjar vörur sem að við erum ótrúlega spent yfir að vera komin með til okkar. Vörurnar eru kærkomin viðbót við St. Tropez fjölskylduna og eru 2 af þeim byltingarkenndar af því leiti að þær eru fyrsta sinnar tegundar á markaði.

Ekki er verra að vörurnar, eins og allar aðrar frá St. Tropez, cruelty free og má nota á andlitið.

1 Minute Pre Shower Gradual Tan Mousse

Einnar mínútu brúnku froðan er sú vara sem að við erum einna helst spenntust fyrir. En hún virkar þannig að þú berð froðuna á þurra húðina áður en þú ferð í sturtu, bíður í 1-3 mínútur eftir því hversu dökka brúnku þú vilt, og ferð svo í sturtu. Formúlan gefur raka og nærir húðina ásamt því að gefa henni lit sem að hægt er að byggja upp með reglulegri notkun. Hversu mikil snilld! –

 

Purity Self Tan Mousse

Purity froðan er önnur byltingarkennd ný vara frá St. Tropez að því leiti að froðan er litarlaus og létt og smitast ekki í föt eða rúmföt. Froðuna þarf aðeins að bera á húðina og bíða eftir að hún þorni, liturinn myndast svo næstu 4-8 tímana. Purity froðan er með nýrri tropical lykt og ilmar einstaklega vel.

Darker Than Dark Mousse

Fyrir þær sem þora – extra dökk brúnku froða sem að gefur náttúrlegan dökkan lit. Formúlan aðlagar sig að húðlit hvers og eins og dregur fram djúpan náttúrulegan lit. Bíddu með froðuna á húðinni í 4 tíma fyrir dökkan lit en 8 tíma fyrir þinn dekksta lit.

Gradual Tan Tinted Moisturiser + Primer

Síðast en ekki síst hefur St. Tropez gefið út nýja vöru sem er litað rakakrem og grunnur í einni formúlu. Formúlan er einstaklega rakagefandi og er því hægt að nota eitt og sér eða undir farða. Rakakremið gefur þér strax lit og ljóma sem þú getur svo byggt upp með reglulegri notkun.

Nýju vörurnar frá St. Tropez

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.