Mjúkir fætur með Baby Foot rakamaskanum

Svona rétt áður en Jóla Beautyboxið okkar kemur út þá ætlum við að klára að fara yfir vörurnar sem voru í Rakabombu Beautyboxinu – enda kominn tími til!

En þeir sem voru svo heppnir að næla sér í Rakabomu Beautyboxið fengu einmitt rakafótamaska frá Baby Foot í boxinu. Fæturnir eru oft þeir hluti líkamans sem við eigum til að gleyma, enda oftast geymdir ofan í sokkum og skóm meiri hluta dagsins. Þegar við svo skellum okkur í yoga tíma eða sund þá eigum við það til að fatta að við ættum kannski að eyða aðeins meiri tíma í fæturna okkar enda bera þær okkur allan daginn, og eiga svo sannarlega skilið smá meira dekur inn á milli.

Baby Foot rakamaskinn er djúpnærandi maski sem gerir fæturna einstaklega mjúka. Þú einfaldlega ferð í sokkana og bíður í 15 mínútur meðan kollagen, hyaluronic sýra  og 14 önnur náttúruleg efni næra húðina og gefa henni einstakan raka. Maskann er einnig hægt að nota þegar fæturnir eru þurrir og þörf er á extra næringu og extra dekri. Rakamaskinn er einmitt tilvalin gjöf hvort sem í jólapakkann fyrir þau sem eiga allt og í jólavinaleikinn.

Baby Foot Flögnunarmeðferðin

Baby Foot fótameðferðin var fyrst sett á markað í Japan árið 1997 til þess að leysa vandamál fólks við ýmis fótavandamál svo sem sprungna hæla, þurra húð og ólykt. Húðin á iljunum er þykkari en annarsstaðar á líkamanum og gamlar húðflögur eiga til að safnast upp þegar fæturnir eru undir miklu álagi, mikill núningur á sér stað eða við íþróttaiðkun.

Baby Foot flögnunar fótameðferðin var einmitt í Mars Beautyboxinu okkar árið 2018.  Fyrir áhugasama (og hugrakka) þá mælum við með því að skoða þetta blogg hér til að sjá hvernig flögnunarmeðferðin virkar. Baby Foot rakamaskinn er einmitt frábær til að viðhalda árangri Baby Foot fótameðferðarinnar.

Baby Foot – mín reynsla – varúð myndir ekki fyrir viðkvæma!

Ef þið hafið ekki prófað Baby foot þá verðið þið að prófa – sérstaklega núna [...]

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *