Meistari ávaxtasýranna Dr. Dennis Gross er mættur á Beautybox.is

Okkur þykir fátt skemmtilegra en að kynna fyrir ykkur nýjar vörur og ný merki með Beautyboxinu okkar en þetta er í 5 skipti sem við gerum það og alls ekki í það síðasta 😉. Í þetta skiptið erum við extra spennt því merkið er ekki bara nýtt hjá okkur heldur nýtt á Íslandi og hefur þetta verið 2 ára ferli hjá okkur að fá merkið inn. Við erum því ótrúlega stolt og ánægð að bjóða nýjasta merkið okkar Dr. Dennis Gross velkomið á Beautybox.is.

Dr. Dennis Gross er einn frægasti húðsjúkdómalæknir New York sem hefur þróað húðvörulínu sem hann notar einnig sjálfur á stofunni sinni. Síðustu árin höfum við tekið eftir því að viðskiptavinirnir okkar verða klárari og klárari (sem er geggjað!) og leita til okkar eftir ákveðnum innihaldsefnum sem þau hafa lesið sig til um að virki. Við erum að vissulega með frábært úrval af vörum en þegar það kom að vörum með sérstaka áherslu á Retinol, C Vítamíni og Níasínamíð þá voru þær að frekar skornum skammti á klínískum skala. Dr. Dennis Gross fyllir því upp í skarð og við erum svo spennt að kynna merkið fyrir ykkur. Einnig erum við algjörir græjunördar en Dr. Dennis Gross er með eina frægustu húðvörugræju fyrr og síðar til heimanotkunar en það er SpectraLitre FaceWear Pro gríman, sem er blanda af 100 rauðum ljósum og 62 bláum ljósum sem vinna saman til að slétta hrukkur, draga úr litamisfellum og minnka þrymlabólur, auk þess að gefa húðinni fallegt og unglegt yfirbragð.

En það sem Dr. Dennis Gross er frægastur fyrir eru ávaxtasýrurnar hans. Hann er einfaldlega meistari í ávaxtasýrum og eru ávaxtasýruskífurnar hans einkaleyfisvarðar og einstakar að því leyti að þeim svipar til ávaxtasýra sem eru notaðar á snyrtistofum. Eða það er að segja þær eru í 2 skrefum sem gerir þær ólíkar öðrum ávaxtasýruskífum á markaði. Í Beautyboxinu var að sjálfsögðu stjörnuvara frá Dr. Dennis Gross en í því leyndist Alpha Beta Peel Ultra Gentle Daily Peel. Í Ultra Gentle skífunum er vandlega valdur skammtur af 3 ávaxtasýrum AHA og BHA, ásamt andoxunarefnum og vítamínum. Skífurnar leysa upp óhreinindi og dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar auk þess að bæta húðtón, áferð og raka húðarinnar. Skífurnar henta öllum húðtónum meira að segja þeim viðkvæmustu en sama hversu viðkvæm húðin er þá er alltaf góð hugmynd að leysa upp dauðar húðfrumur og næra hana vel til þess að auka áhrif þeirra húðvara sem á eftir fara.

Það er ofur einfalt að nota ávaxtasýruskífurnar en eins og áður segir þá koma þær í 2 skrefum. Eftir að þú ert búin/búinn að þrífa húðina þá strýkur þú skrefi 1 yfir húð, háls og bringu þar til skífan er orðin þurr. Svo bíður þú í 2 mínútur á meðan ávaxtasýrurnar virka. Það er eðlilegt að kitla aðeins í húðina ef þú ert óvön/óvanur sýrum. Eftir 2 mínútur þá strýkur þú skrefi 2 yfir húðina sem stoppar ávaxtasýrurnar og fyllir húðina af góðum andoxunarefnum úr grænu tei og bólgueyðandi hafraeindum sem minnka roða og ertingu.

Alpha Beta Peel meðferðirnar koma í 3 styrkleikum.

Ef þú húðin þín er vön ávaxtasýrum þá mælum við með því að taka appelsínugulu skífurnar Alpha Beta Universal Daily Peel en þær innihalda 5 ávaxtasýrur og í skrefi 2 færðu einnig retinol. Ef þú ert algjör reynslubolti og alls ekki með viðkvæma húð þá mælum við með að skoða Alpha Beta Extra Strenght skífurnar en þær innihalda 7 ávaxtasýrur ásamt andoxunarefnum og retinóli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *