Ljómandi hrein húð með Supermud frá Glamglow

Einn vinsælasti maski í heiminum Supermud frá Glamglow leyndist í Ljómandi Beautyboxinu.

Glamglow var stofnað árið 2010 hjónunum Glenn og Sharon Dellimore fyrir Hollywood stjörnur og kom Supermud maskinnn út árið 2013 og varð samstundis mest selda húðvara Sephora í sögu verslunarinnar. Nú 9 árum síðar er maskinn enn á top listum allstaðar þegar kemur að hreinsimöskum og hefur hann unnið til fjölda verðlauna. Við vorum því ekkert smá ánægð með að fá lúxusprufu af maskanum í Ljómandi Beautyboxið. Prufan er 7ml en vegleg því 15ml af maskanum kosta 3.850 kr en maskinn kemur í 4 stærðum.

Sýnikennsla

Agnes Björgvinsdóttir fer yfir Ljómandi Beautyboxið. Supermud sýnikennslan byrjar á 00:40.

Maskarnir frá Glamglow eiga það allir sameiginlegt nema Berrymud að vera mjög virkir enda heita þeir Mask Treatment. Það þýðir það að þó svo að maskarnir séu mjög litaglaðir þá eru þeir líka einstaklega virkir svo gott er að lesa sig vel til um þá áður en þeir eru notaðir.

Supermud inniheldur háþróaða formúlu með 6 ávaxtasýrum, kolum og Teaoxi tækni sem Glamglow hefur einkaleyfi fyrir. Saman hreinsa þessi innihaldsefni húðina og vinna á vandamálum á borð við bólum og stífluðum húðholum.

Maskann skal bera á húðina í þunnu lagi og bíða í 5-20 mínútur og bókstaflega horfið á óhreinindin sogast úr húðinni. Því viðkvæmari sem húðin er og því óvanari sem þið eruð ávaxtasýrum því styttra er ráðlagt að vera með maskann. Sjálf hef ég gert þau mistök að bera hann á vin sem hafði líklegast aldrei notað ávaxtasýrur áður og hafði maskan of lengi á honum. Greyið var eldrauður og viðkvæmur eftir maskann svo farið varlega ef þið eruð ekki vön. Skolið maskann af með vatni og berið á góðan raka eftir notkun.

Maskann er tilvalið að nota til þess að hreinsa húðina 1x í viku eða þegar húðin þarf á því að halda. Hér á bæ er gripið í maskann þegar húðin er óhrein og kallar á góða hreinsun. Einnig er gott að nota maskann staðbundið og beint ef bólur myndast og er hann þá sérstaklega góður fyrir þau sem eru að berjast við maskne, eða bólur undan grímunotkun.

Myndir: Kristín Sam
Texti: Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *