Lífs elexírinn – Estée Lauder Advanced Night Repair

Í tilefni Estée Lauder daga og því að við vorum svo heppin að Advanced Night Repair serumið var í jólaboxinu ætlum við að tala almennilega um lífs elexírinn, eins og vinkona okkar Guðrún Veiga kallar hann og segja ykkur aðeins frá sögu Estée Lauder.

Estée Lauder vörurnar getur þú skoðað og verslað HÉR.

Josephine Esther Mentzer (kölluð fyrst Esty – og breytti svo yfir í Estée og svo Estée Lauder þegar hún gifti sig)  fæddist árið 1908 í New York en foreldar hennar voru ungverskir innflytjendur. Estée Lauder fékk áhuga á snyrtivörum mjög ung og aðeins 16 ára byrjaði hún að framleiða sínar eigin snyrtivörur með hjálp frænda síns sem var efnafræðingur. Estée Lauder hafði alveg ótrúlega sýn og næmni fyrir snyrtivörum og var einstakur frumkvöðull með mikla ástríðu fyrir því að framleiða framúrskarandi frábærar lúxus vörur.

Advanced Night Repair serumið kom fyrst á markað árið 1982 og er mest selda serumið í heiminum en í dag seljast 5 flöskur af seruminu á hverri mínútu í heiminum.

 

Auglýsing frá Estée Lauder á áttunda áratugnum.

En hvað er það sem að serum gerir?

Serum er vökvi sem gefur húðinni ofurskot af næringu af mjög virkum innihaldsefnum sem hjálpa til við að halda húðinni í góðu ástandi. Serum er frekar þunnur og vatnsuppbyggður vökvi sem maður setur á húðina. Serum er ekki rakakrem, heldur einstaklega rík formúla af efnum sem að draga sig fljótt inn í húðina. Serum eru til dæmis sérstaklega góð að vinna gegn öldrun húðarinnar, oftar betur heldur en rakakrem. Serum ná í dýpri lög húðarinnar vegna þess að þau innihalda efni sem hafa minni sameindir (e. molicules) sem leyfir þeim að fara auðveldar og hraðar inn í húðina.

Serum er talið ein áhrifamest húðvaran sem hægt er að nota gegn öldrun húðarinnar (fyrir utan það að nota sólarvörn sem fyrirbyggjandi gegn öldrun) en það er út af því hversu virk innihaldsefnin eru.

Texti úr blogginu: https://beautybox.is/hvad-er-serum-og-til-hvers-er-thad-notad/ – eftir Margréti Magnúsdóttur og mælum með að lesa það til að fá enn meiri upplýsingar um serum.

En hvað er það sem gerir Advanced Night Repair svona frábært?

Við höfum öll heyrt hugtakið „beauty sleep“ eða fegurðarsvefn en það er einmitt mikið til í hugtakinu því að svefninn gerir svo ótrúlega mikið fyrir útlitið okkar. Dægursveiflurnar okkar (circadian rythm) eru magnaðar og vinna frumur líkamans okkar öðruvísi á mismunandi tíma sólahringsins. Á nóttunni fara húðfrumur okkar sem dæmi að vinna í því að laga sig og leiðrétta skaða sem þær hafa orðið fyrir á daginn, meðal annars frá sólargeislum og umhverfisáhrifum. Húðin okkar er einnig móttækilegri fyrir ákveðnum innihaldsefnum á nóttunni og því er gott að nýta mátt dægursveiflnanna til að hámarka árangur snyrtivaranna okkar.

Í könnun sem Estée Lauder gerði um áhrif svefns á húðina komust húðlæknar að því að konur sem fengu minni og verri svefn voru mun lengur lengur að jafna sig á sólbruna og 30% fljótari að missa rakann úr húðinni. Fínar línur, teygjanleiki húðarinnar og mislitur í húðinni var einnig helmingi verri hjá þeim sem fengu verri og minni svefn. Út frá þessum rannsóknum var Advanced Night Repair hannað til að aðstoða DNA húðarinnar að viðhalda náttúrulegum viðgerðum húðarinnar á meðan við sofum.

 

Advanced Nigth Repair lúxusprufa

Við vorum svo heppin að fá lúxusprufu af seruminu í Jóla Beautyboxið okkar.

Advanced Night repair inniheldur velviljaðar bakteríur (probiotics) úr sykri sem að róa húðina, draga úr roða og bólgum og styrkja húðina. Tripeptíð-32 sem aðstoða dægursveiflur húðarinnar. Þörunga og ger sem að hvetja húðina til að endurnýja sig ásamt því að vera ein fyrsta snyrtivaran til að innihalda sódíum hýalúrón sýru sem viðheldur rakanum í húðinni. Saman vinna innihaldsefnin að heilbrigðri, rakafylltri og fallegri húð og berjast því við áhrifum ótímabærrar öldrunnar.

Formúlan inniheldur ekki olíur, lyktarefni, stíflar ekki húðholur (non-comodogenic) og prófuð af húð og augnlæknum og þar af leiðandi hentar hún allri húð. Feitri, bólóttri, viðkvæmni, venjulegri, þurri, og þroskaðri húð svo vinsældir hennar ættu ekki að koma á óvart.

En þar sem við höfum mikinn áhuga á húðumhirðu ætlum við á næstu dögum að skrifa blogg um áhrif húðarinnar á svefninn því við fáum oft spurninguna hver er munurinn á rakakremi, dagkremi og næturkemi 🙂 og ætlum við að svara því í næsta bloggi svo fylgist vel með.

Advanced nigith repair línan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *