Kósíklúbburinn

Nú þegar kólnar úti og við eyðum meiri tíma heima hjá okkur en við myndum kannski vilja, þá tókum við saman góðar og fallegar vörur sem við höldum að þið kunnið að meta.

Sóttvarnir

Pössum upp á okkar persónulegu sóttvarnir ❤️

Zoom fundurinn

Lituð dagkrem, hyljari, kinnalitur og smá gloss gera ótrúlega mikið 😉 

Það er ekkert að því að vinna heima uppi í rúmi – en okkur persónulega líður aðeins betur og tilbúnari í daginn með léttri förðun – þá fáum við líka ekki sjokk þegar við þurfum að vera mætt á zoom fund með engum fyrirvara.

Augabrúnirnar

Allt til að gera augabrúnirnar heima. 

Vetrarkrem

Eftirfarandi krem eru einstaklega góð vetrarkrem en þau vernda húðina einstaklega vel gegn kulda með því að búa til verndarhjúp yfir húðina. Þau eru tilvalin til að nota dagsdaglega eða bera sérstaklega á húðina áður þú stundar útivist.

Næturkrem

Að nota gott næturkrem getur gert gæfumuninn. Næturkrem innihalda oft mun meira magn af næringarríkum efnum heldur en dagkrem í sömu línu. Ástæðan fyrir því er að húðin er mótækilegri fyrir þessum efnum á nóttunni og þar sem við erum ekki að fara að farða okkur strax eftir á þá geta þau setið aðeins lengur á húðinni sem gefur henni tíma til að taka þau inn.

Mælum með blogginu: https://beautybox.is/hver-er-munurinn-a-rakakremi-dagkremi-og-naeturkremi/

Maskar

Góðir maskar eru alltaf klassík. Hér höfum við tekið saman rakagefandi maska sem eru svo góðir þegar það fer að kólna úti.

Varirnar

Varirnar okkar verða viðkvæmari í kuldanum. Við mælum með að skrúbba þær reglulega, næra og nota fallega glossa.

Baðið

Það má ekki gleyma líkamanum, sérstaklega þegar það fer að kólna úti. Hrjúf húð á leggjum og höndum er algengt vandamál, en auðveldlega hægt að meðhöndla með réttu vörunum.

Aukahlutirnir

Tólin sem auðvelda þér handtökin.

Handa og fótaumhirða

Allt til þess að halda höndum og fótum fínum og fallegum.

Naglalökk

Nýjustu naglalakka línurnar okkar frá Nailberry, Essie og OPI ásamt styrkingarlökkum og naglaumhirðu.