Kannt þú að nota Beautyblender? sýnikennsla

Í nýjustu sýnikennslunni sýnir Ingun Sig ykkur hvernig hægt er að nota beautyblender og mælum við með því að horfa á myndbandið hér fyrir ofan og lesa textann fyrir frekari leiðbeiningar. 

 

Fyrsta skrefið er að bleyta beautyblenderinn vel og kreista svo mesta vatnið úr honum, hægt er að nota þvottapoka til að kreista hann eða bara hendurnar. Ástæðan fyrir því að við bleytum svampinn er því það kemur í veg fyrir að förðunarvörur dragist inn í hann og einnig stækkar hann um rúmlega helming.

Beautyblender má nota í krem, farða, primer, púður, kremkinnaliti, brúnkukrem og fleiri förðunarvörur. Þegar ég nota hann í farða finnst mér gott að nota rúnuðu, stærri hliðina til að stimpla farðanum á allt andlitið og vinna mig svo í alla króka, meðfram nefinu til dæmis, með mjórri hlið svampsins.

Í sýnikennslunni nota ég svampinn í farða, hyljara, kremskyggingu, kremkinnalit, laust púður og ljómapúður til þess að sýna ykkur þær aðferðir sem ég nota. Beautyblenderinn veitir saumlausa og fallega blöndun og lætur allt bráðna svo fallega saman.

. Það er einstaklega falleg áferð sem kemur þegar hann er notaður í laust púður, en þá vinn ég púðrið aðeins í svampinn og dúmpa svo lauslega á húðina. Í þessu myndbandi notaði ég Becca Under Eye Brightening Setting Powder. Ég notaði það undir augun, á T-svæðið og til að skerpa á skyggingunni. Svampurinn kemur í veg fyrir að það komi púður áferð og lætur púðrið bráðna saman við förðunina.

Mikilvægt er að þvo svampinn vel eftir hverja notkun. Ég nota Beautyblender Solid Pro sápuna sem inniheldur kol og veitir enn meiri djúphreinsun. Ég bleyti svampinn vel, nudda smá sápu í hann og nota svo sílikonmottuna sem fylgir með til að hreinsa svampinn og skola. Þetta endurtek ég þangað til hann er orðinn eins og nýr.

Ég leyfi svo svampnum að þorna alveg, mikilvægt er að setja hann ekki rakan í lokað rými þar sem hann gæti myglað.

Ég mæli eindregið með Beautyblender Blender Defender hylkinu til að geyma svampinn þegar hann er rakur. Hylkið er úr vatsnheldu sílikoni og er með göt til að beautyblenderinn geti andað. Þetta hylki er fullkomið í snyrtiveskið og þú kemur tveimur beautyblenderum í einu í hylkið.

*Endilega horfið á myndbandið fyrir ofan til þess að sjá hvernig svampurinn er notaður til þess að fá fullkomna áferð á húðina.

Aðrar vörur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *