Hvernig er hægt að fríska upp á þreytulegt útlit?

Desember er æðislegur mánuður en aftur á móti getur hann tekið örlítið á útlitið. Hvort sem það er, kuldinn, flensan, jólaprófin, stress, þynnka, saltur matur eða aðrar ástæður fyrir því að maður lítur ekki alveg út á sitt besta þá eru hér nokkrar auðveldar leiðir til þess að fríska upp á útlitið fyrir næsta jólaboð.

Gefu húðinni góða næringu

Á veturna þá á húðin það til að þorna rosalega og þá sérstaklega þegar að hitinn fer niður fyrir frostmark. Þegar að húðin þornar þá á hún líka til að verða líflaus, grá og föl. Gott rakakrem, rakamaskar, serum og andlits olíur geta því gert mikið fyrir útlitið. Við mælum sérstaklega með Glagmlow Glowstarter rakakremunum því þau innihalda hyaluronic sýrur sem að halda rakanum í húðinni ásamt því að innihalda góðar olíur sem að næra húðina. Glowstarter er ljómandi rakakrem sem hægt er að fá í 3 litum sem að gefa húðinni frísklegt útlit. Í uppáhaldi hjá okkur er einnig Eternal Radiance olían frá Rå Oils. Gott er að bera hana á andlit og háls fyrir svefn til þess að næra húðina yfir nótt og vakna með extra mjúka húð. Ekki má gleyma að hugsa um varirnar sem að virðast skreppa saman og skrælna í kuldanum og því mælum við með því að nota góðan varasalva fyrir svefninn eins og Kisstu Mig frá Sóley Organics.

Ráð við vökvasöfnun

Hver kannast ekki við það að vakna með poka undir augunum og þrútið andlit eftir aðeins of saltan mat eða eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið í aðra tánna daginn áður. Gott er að byrja á því að þvo andlitið með uppáhalds andlitshreinsinum þínum og skola með köldu vatni. Augngelin og the Antidote Cooling Daily Lotion frá Skyn Iceland eru einstaklega góð til þess að draga úr þrota en einnig getur verið sniðugt að geyma þau eða önnur krem inn í ísskáp til þess að fá enn meira kælandi áhrif. Ef að fæturnir og restin af líkamanum er einnig þrútin þá mælum við einstaklega mikið með því að fara í bað og leyfa baðsöltunum frá Angan að auka blóðflæðið og draga úr bólgum.

Smá litur gerir mikið

Það er ótrúlegt hvað smá kynnalitur getur gert mikið fyrir útlitið en Max Factor Creme Puff kinnalitirnir eru einstaklega fallegir og koma í 5 mismunandi litum. Einnig getur smá litur á varnirnar gert mikið og koma þá lituðu varasalvarnir frá Glamglow að góðum notum.

Opnaðu augun

Lítil trikk eins og t.d. nota augnhárabrettara til þess að opna augun gert mikið fyrir þreytulegt útlit. Ekki er verra ef að augnhárin eru löng og falleg, en þá kemur RapiEye að góðu gagni. Maskari gerir líka kraftaverk en mörgum konum þykir maskarinn vera það eina sem er algjörlega ómissandi í snyrtibudduna. Max Factor er með einstaklega gott úrval af æðislegum möskurum.

Ekki gleyma

Síðast en ekki síst, ekki gleyma að þvo húðina fyrir svefninn. Þó svo það sé ótrúlega kósí að sofna í sófanum við góða bók og læða sér beint upp í rúm eftir á, þá er það ekki eins gaman daginn eftir þegar að húðin hefnir sín með þurrkublettum eða bólum. Ekki má heldur gleyma því að sængurfötin verða fyrr óhrein og það finnst engum gaman að skipta of oft á rúminu.

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.