Hver er munurinn á kemískri sólarvörn og steinefna sólarvörn?

Í Tímalausa Beautyboxinu leyndist að sjálfsögðu sólarvörn, því þetta væri ekki alvöru „anti-ageing“ box nema það væri sólarvörn í boxinu enda er sólarvörnin það eina sem þú ættir aldrei að sleppa ef þú vilt komst hjá ótímabærum einkennum öldrunar. En sólin er einmitt ábyrg fyrir 90% af ótímabærri öldrun húðarinnar og það er ekki bara þegar húðin brennur sem hún verður fyrir þeim skaða, heldur á hverjum einasta degi. Já lestu þetta aftur!  Á hverjum einasta degi.

En þar sem við höfum svo oft áður skrifað um mikilvægi sólarvarna þá ætlum við í þessu bloggi að segja ykkur frá muninum á kemískri sólarvörn og steinefna sólarvörn en undanfarið höfum við fengið margar spurningar um muninn á þessum tveimur tegundum af sólarvörnum, en Mádara Plant Stem Cell Age-Defying SPF30 sólarvörnin sem leyndist í Beautyboxinu er einmitt steinefna sólarvörn.

Til eru þrennskonar sólarvarnir: kemískar, steinefna og blandaðar sólarvarnir.

  • Steinefna sólarvarnir sitja ofan á húðinni og endurkasta geislunum frá henni. Virku innihaldsefnin í steinefna sólarvörnum eru sem dæmi titanium dioxide og zinc oxide.
  • Kemískar sólarvarnir taka geislana frá sólinni inn í húðina, breyta þeim í hita og kasta þeim út úr húðinni aftur. Virku efnin í kemískum sólarvörnum eru sem dæmi avóbensón, avobenzone, octinoxate and oxybenzone.
  • Blandaðar sólarvarnir eru svo blanda af þessu báðu.

Og hvað í ósköpunum þýðir það og hvernig á ég að velja rétta sólarvörn fyrir mig?

Góð spurning, því þetta er oft óþarflega flókið dæmi og margir með mismunandi skoðanir á sólarvörnum sem við ætlum ekki að fara sérstaklega út í hér. Málið er einfaldlega ef þú notar sólarvörn daglega, hvort sem hún er kemísk eða steinefna þá segjum við bara vel gert og áfram þú. Það er það eina sem allir húðsjúkdómalæknar mæla með – að einfaldlega nota sólarvörn daglega sama úr hverju hún er. En til þess að þú haldir það út að nota sólarvörn daglega þá þarftu að finna réttu sólarvörnina fyrir þig svo hér á eftir eru kostir og gallar hvorrar fyrir sig sem við vonum að geti hjálpað þér að finna réttu sólarvörnina sem þú nennir að nota á hverjumd egi.

Steinefna sólarvarnir

Kostir:

  • Vernda bæði gegn UVA og UVB geislum.
  • Henta oft viðkvæmri húð betur. Ef þú ert sem dæmi með rósroða þá er frekar mælt með steinefna sólarvörn en kemískri sólarvörn þar sem rósroði bregst við hitanum sem myndast þegar kemíska sólarvörnin kastar geislunum frá.
  • Húðin er varin strax þegar vörnin er sett á, ef þú ert alltaf á hraðferð þá eru steinefnasólarvarnir málið.
  • Sitja ofan á húðinni og eru því að sumra mati talin öruggari fyrir allan aldur og óléttar konur. (Ath þessari staðreynd má taka með fyrirvara, það er alltaf betra að vera með sólarvörn, hvernig sem hún er gerð frekar en að sleppa henni) en ef þú ert í grænu hreyfingunni þá er steinefna sólarvörnin fyrir þig..

Gallar:

  • Eru oft þykkari. Það hentar mörgum mjög vel og þá sérstaklega þeim sem eru með þurra húð en þeir sem eru með feita húð gætu þótt þær heldur þykkar og erfiðar undir farða. Þetta fer þó algjörlega eftir formúlunni.
  • Geta myndað hvíta filmu yfir húðina eða hvítt endurkast. Aftur á móti eru margar steinefna sólarvarnir smá litaðar, eins og t.d. Mádara sólarvörnin sem leyndist í boxinu og þannig er komið í veg fyrir þennan hvíta ljóma sem getur myndast.
  • Eru líklegri til að svitna af hraðar, svo mikilvægt er að passa bera á húðina oftar ef þú vilt að hún sé vel varin.
  • Það þarf að passa að dreifa vel úr þeim og nudda inn í húðina.

Kemískar sólarvarnir

Kostir

  • Vernda bæði fyrir UVA og UVB geislum en þurfa oft flóknari formúlur til þess.
  • Eru oft þynnri og auðveldari að bera á.
  • Formúlurnar hafa þann eiginleika að geta frekar borið húðbætandi efni svo sem ensím og peptíð í húðina.
  • Þær hrinda betur frá sér vatni, athugið að það má ekki lengur auglýsa sólarvörn sem vatnshelda heldur bara vatnsfráhrindandi. En ef þú stundar sundlaugarnar og/eða íþróttir eða bara einfaldlega átt það til að svitna mikið um daginn þá er kemísk sólarvörn málið.

Gallar

  • Innihalda fleiri efni og eru líklegri til þess að erta viðkvæma húð, og geta stungið í augun ef það lekur í þau.
  • Þurfa tíma til að fara inn í húðina áður en þær virka – minnst 20 mínútur áður en farið er út í sólina.
  • Geta stíflað húðina, en þó alls ekki allar, ef þú ert gjörn/gjarn á að fá bólur leitaðu af formúlu sem segir að hún sé „non-comodogenic“ en það þýðir að hún stíflar ekki húðina.
  • Sum innihaldsefnin eru umdeild og enn í rannsóknum, en eins og áður segir er alltaf betra að nota sólarvörn frekar en að sleppa henni.

Hvernig vitum við muninn á þessum 2 mismunandi tegundum af sólarvörnum ef það er ekki tekið fram í markaðsefni. Þetta á t.d. við um sólarvarnir í farða og/eða í kremum. Það er nokkuð einfalt en ef sólarvörnin inniheldur ekki títaníumdíoxíð eða synkoxíð þá er hún kemísk sólarvörn.

Mádara Plant Stem Cell Age-Defying SPF30

Plant Stem Cell Age-Defying SPF30 sólarvörnin frá Mádara sem leyndist í Tímalausa Beautyboxinu er eins og áður segir steinefnasólarvörn með synkoxíð vörn sem verndar gegn bæði UVA og UVB geislum. Formúlan inniheldur einnig byltingarkennda formúlu úr stofnfrumum úr pöntum sem veita húðinni ofur skammt af andoxunarefnum sem verja hana enn frekar gegn stöðugu áreiti af völdum mengunar og sólargeislum sem geta valdið ótímabærum öldrunareinkennum eins og hrukkum, þurrki og litablettum. Sólarvörnin inniheldur þar að auki hýalúronsýru sem gefur húðinni raka og örlítinn lit til að koma í veg fyrir hvít endurkast. Hana er hægt að nota eina og sér eða með rakakrem undir. Okkur finnst sólarvörnin vera hin fullkomna hversdags sólarvörn þegar við viljum vera náttúrulegar og „ómálaðar“ en aðeins jafna út húðlitinn.

Við mælum með myndbandinu hér fyrir neðan þar sem Agnes Björvinsdóttir fer yfir vörurnar í Beautyboxinu en þá sjáið þið hversu falleg sólarvörnin er aftast í myndbandinu.

Við höfum talað mikið um sólarvarnir frá opnun og erum svo glöð að orðið um mikilvægi þeirra sé loksins að ná til ykkar. Sem dæmi má nefna fengum við einn ótrúlega skemmtilegan viðskiptavin upp í verslun um daginn sem sagði að dóttir hennar 17 ára væri svo hneyksluð á henni að nota ekki sólarvörn daglega eins og hún gerði 😊. Þetta þótti okkur skemmtileg saga þar sem unga kynslóðin er líka farin að taka þetta til sín. Jú því fyrr sem þú byrjar að vernda húðina, því betra. Ef þú vilt grafa dýpra í hvernig sólarvarnir virka þá mælum við með að kíkja á þetta blogg hér : https://beautybox.is/thad-besta-sem-thu-getur-gert-til-thess-ad-sporna-vid-otimabaerri-oldrun-hudarinnar/

Sólarvarnir frá Mádara

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *