Leiðarvísir! Hvaða andlitshreinsir hentar þér best?

Ertu í vandræðum með að velja réttan hreinsi, þegar svona margir eru í boði? Gelhreinsar, mjólkurhreinsar, olíuhreinsar og svo framvegis. Allar þessar mismunandi tegundir af andlitshreinsum geta ruglað mann í ríminu og þá er oft erfitt að átta sig á hvað hentar sinni húð best og hvernig skal velja.

Hér að neðan fer ég yfir hvernig skal velja andlitshreinsi fyrir sína húð.

Í fyrsta lagi: Hvernig húð ertu með?

Olíurík húð

Einkenni: stórar og sýnilegar húðholur. Glansi og olía sem að myndast fljótlega á húðinni eftir hreinsun.

Að hverju skal leita: Olíu-fríum hreinsi sem að djúphreinsar húðina og hjálpar að stjórna olíuframleiðslu húðarinnar án þess að þurrka hana upp. Hreinsar sem draga út eiturefnum eru skilvirkir og formúlur sem að jafna pH gildi húðarinnar eru góðar þar sem að það hægir á vexti baktería og kemur í veg fyrir bólumyndun. Ákveðnar tegundir af olíum geta þó hentað olíuríkri húð en forðast skal alltaf jarðolíur.

Þurr húð

Einkenni: kláði í húð, flagnandi húð, tilfinning eins og húðin sé strekkt og þurrkublettir.

Að hverju skal leita: Hreinsi sem hreinsar óhreinindi án þess að taka í burtu náttúrulegar olíur húðarinnar. Rakagefandi andlitshreinsar (þá sem inniheldur glýserín eða góðar olíur) ættu að virka vel og einnig er gott að nota sápu-fríar formúlur.

Blönduð húð

Einkenni: Olíuríkt T-svæði (ennið, nefið og hakan) en þurrari húð í kinnum

Að  hverju skal leita:  Formúla sem að hreinsar húðina mjög vel en er einnig rakagefandi. Best er að formúlan hreinsi auka olíur og óhreinindi óhreinindi en gefi einnig raka. Hér er mikilvægt að finna hið fullkomna jafnvægi.

Viðkvæm húð

Einkenni: Oft roði í húðinni, sérstaklega eftir hreinsun hennar. Húð sem ertist auðveldlega og er almennt viðkvæm við nýjum vörum eða breyttum aðstæðum.

Að hverju skal leita: Hreinsi með kremaða formúlu og róandi innihaldsefni líkt og aloa vera, willow bark og witch hazel. Einnig er mikilvægt að jafna pH gildi húðarinnar þar sem að húðin getur orðið þurr þegar að pH gildið er ekki rétt.

Venjuleg húð

Einkenni: Jafn húðlitur þar sem ekki myndast þurrkublettir, roði eða glansi.

Að hverju skal leita: Í raun hverju sem er sem þér finnst henta þér. Oft er gott að nota hreinsi sem að þurrkar ekki upp húðina og er með góð innihaldsefni.

Í öðru lagi: Hvernig hreinsar eru í boði?

GEL HREINSAR

Gel hreinsar eru oftast glærir á litinn og eru með gel áferð eins og nafnið gefur til kynna. Almennt eru gelhreinsar hannaðir til þess að djúphreinsa húðina, og þeir eru þannig skilvirkir í að losa stíflaðar húðholur, taka í burtu óþarfa olíu og útrýma bóluvaldandi bakteríum. Flestir þeirra freyða ekki mikið en gefa nógu mikið af sér til þess að hreinsa öll óhreinindi sem safnast hafa upp í burtu.

BEST FYRIR: Olíuríka og blandaða húð

KREM HREINSAR

Krem hreinsar eru vanalega þykkir, kremaðir og innihalda rakagefandi innihaldsefni eins og olíur. Þeir hreinsa húðina á mildan hátt án þess að taka í burtu náttúrulegar olíur. Krem hreinsar koma einnig í mjólkur-formúlum. Krem hreinsar djúphreinsa húðina en gefa einnig mjög góðan raka og eru mjúkir á húðina og róandi.

BEST FYRIR: Þurra og viðkvæma húð

FREYÐANDI HREINSAR

Freyðandi hreinsar eru léttir hreinsar sem að byrja í gel eða krem formúlu en freyða svo upp. Þessi tegund af hreinsum tekur í burtu alla extra olíu á jafn skilvirkan hátt og gel hreinsar. Sérlega góðir fyrir blandaða húð. Freyðandi hreinsar geta verið góðir þar sem að þeir eru sérstaklega gerðir til þess að taka í burtu óhreinindi, svita, auka olíu, bakteríur en gefa einnig raka.

BEST FYRIR: Olíuríka og blandaða húð

OLÍUHREINSAR

Að hreinsa húðina með olíu hljómar eins og það leiði að bólumyndun, sérstaklega ef þú ert með olíuríka húð. Hins vegar eru flestir sérfræðingar því ósammála ef að um rétta tegund af olíuhreinsi sé að ræða. Olíuhreinsar eru mildir hreinsar til að taka í burtu óhreinandi sem að stífla húðholur og sérstaklega skilvirkir í að hreinsa húðina af því sem erfitt er að hreinsa af, eins og vatnshelda farða, sólarvörn og fleira – án þess að þurrka upp húðina. Olíuhreinsar eru rakagefandi og geta verið notaðir á augnsvæðinu líka sem er mjög hentugt.

BEST FYRIR: Flestar húðtegundir

LEIR HREINSAR

Leir hreinsar eru þekktir fyrir eiginleika sína til þess að hreinsa húðina með því að draga úr auka olíu og eiturefni úr húðholunum. Þetta er frekar ný tegund hreinsa, sem hefur orðið vinsæl. Leir hreinsar eru oftast mest auglýstir til að virka vel til þess að taka í burtu fílapensla, líkt og leir maskar. Leir hreinsar eru hressandi, hafa kælandi áhrif og þykka áferð og er þeim nuddað inn í húðina til djúphreinsunar. Því virka þeir vel á bólur.

BEST FYRIR: Olíuríka og blandaða húð

MICELLAR VATN

Michellar vatn kemur upprunalega frá Frakkalandi og inniheldur vatnið “michelles” – eða pínulítil olíu mólíkúl – sem að draga að sér olíu, óhreinindi og farða. Oft er þetta talinn einn besti hreinsirinn til að taka af farða og fara vel með húðina. Vatnið er milt á húðinni og hentar vel til þess að taka í burtu allar tegundir óhreininda og farða. Það eru margar tegundir til og sumar innihalda auka olíur. Þessi hreinsir er góður ef þú vilt taka vatnsheldan farða af auðveldlega! Michellar vatn hentar einnig fólki með viðkvæma húð. Enn annar kostur er að það þarf ekki að skola húðina eftir á með vatni og hentar því vel t.d. í ferðalagi!

BEST FYRIR: Þurra og viðkvæma húð

7. HREINSANDI KLÚTAR, HANSKAR OG SVAMPAR

Hér erum við ekki að tala um hreinsiklúta (sem eru algjört no no – nema í algjörri neyð) heldur hreinsandi hanska, klúta og svampa. Þessir hreinsar eru gerðir úr sérstökum trefjum – sumir koma frá plöntum, og oftast þarf ekki að nota hefðbundna hreinsa til að taka algjörlega í burtu öll óhreinindi sem sitja á húðinni. Þessir hreinsar eru frekar nýir af nálinni og hafa orðið gífurlega vinsælir fyrir að vera auðveldir í notkun og auðvelt að ferðast með þá. Sumir þessara svampa og klúta hreinsa einnig í burtu dauðar húðfrumur í leiðinni. Þessir hreinsar eru þannig góðir til þess að djúphreinsa húðina á náttúrulegan hátt! Gott fyrir þá sem eru með viðkvæma húð og vilja forðast sterk efni á húðina.

BEST FYRIR: Olíuríka og blandaða húð, einnig viðkvæma

Ath sumir af hreinsunum fyrir ofan eru háþróaðir og falla í fleiri en einn hóp, það eru hreinsar eins og t.d. gel til mjólkur hreinsar eða freyðandi leir hreinsar. Hver og einn hreinsir er með nákvæmari upplýsingum inn í vörunni þar sem þið getið lesið frekar um þá og hvernig húð þeir henta.

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.